Og gleðilegan bjór-gær. Gleymdi því.
Nú bíðum við með endurnar í hálsunum eftir dómum á nýjasta Hugleixafrek. Hóf annars óformlega störf með leikfélagi Hafnarfjarðar í gær. Það var öðruvísi, fyrir utan fyrirbæri sem heitir "bolti" og virðist vera að tröllríða öllum leikfélögum suðvestan lands þessi árin. En bara, dædur hópur og verður sjálfsagt gaman að leika við hann.
Nú held ég að lokasprettur sé á því að skipuleggja skólann í dalnum Svarfaðar í sumar. Enn verið að mjatla málin um hver getur kennt höfundasmiðju. Held ég verði eiginlega að fara, hvur svosem það verður, annars fæ ég aldrei spark í rassinn til að klára "Villidýrin" mín. Svo förum við bara að auglýsa og skrá, ef einhverjir áhugasamir um það mál eru lesendur hér.
Yfirstandandi er lokasprettur í fyrsta uppkasti af MA ritgerð, því skal skilast til leiðbeinanda annan mánudag. Að því afloknu fer að glitta í langþráða útskrift, sem breytir reyndar svosem engu nema því að þá hangir þessi ritgerð ekki lengur yfir hausnum á mér eins og óveðurský og að ég get lifað í þeirri sælu vissu að geta hafið doktorsnám hvenær sem mér sýnist.
Annars langar mig gífurlega að fara að leggjast í einþáttungaskrif eða fara að byrja á einhverju af þeim fjölmörgu öðrum leikritasmíðum sem ég var víst einhvern tíma búin að segjast ætla að gera. Ég held að fyrirliggjandi verkefnalisti núna sé að verða ca. 10 ára langur. (Lengri á mínum vinnuhraða þar sem ég er óforbetranlegur letipúki.)
Svo eru bara fríkvöld í hrönnum í þessari viku. Jahérnahér!
2.3.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli