Er búin að eiga einkar framtakssamt kvöld með honum Tolla (sumsé, ekki þeim sem ég sef hjá, heldur þeim sem miklu nær er að kalla því ónefni, Aristótelesi) við að endursemja og laga (og lengja) þruglkenndan kafla í ritgerðarskrímslinu. Allt í einu gerði ég síðan "eitthvað" eins og gjarnan gerist þegar puttarnir á manni flækjast í lyklaborðinu, allar spássíur fengu geðsýkiskast og náðu inn á miðjar síður og gerðin lengdist um einar 10 blaðsíður. Ég starði dáleidd á skjáinn í nokkra stund en ákvað síðan að lifa ekki lengur í sjálfsblekkingu og fór út í meiriháttar handavinnu við að laga. Að því loknu, ó vei ó vei, var gerðarfjandinn 5 blaðsíðum styttir en áður. Ég er niðurbrotin og með taugaáfall. Tröll taki Bill Gates og allar hans uppfinningar, innblásnar af Satni. Kem til með að þurfa í meiriháttar lagfæringar, einhverntíma.
En, eins og hann Tolli segir, um trúverðugleika í persónusköpun:
"Karlmennska er skapgerðareinkenni, en lítt samræmist það konu að sýna karlmennsku eða snilli."
Sko, ef ég sýndi ekki af mér annað slagið kvenlega heimsku og klúðurgang, þá væri ég einfaldlega ekki trúverðug, sem persóna.
28.4.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli