29.4.04

Var að fá meiri upplýsingar frá Írlandi, Það er alltsaman voða spaugilegt. Við umsóknareyðublað til að fylla út, m.a. þar sem við skrifum undir að við getum ekki lögsótt kennarana eða aðra aðstandendur námskeiðs ef við lendum, beint eða óbeint í einhverju tjóni á þessu námskeiði. Mjög amerískt.

Svo kom bréf frá yfirmanni Centersins sem heldur námskeiðið um ýmsar aðstæður á staðnum. Þar kom m.a. fram að þar er allra veðra von, jafnvel á sama deginum, (semsagt, ekki einu sinni eins og maður sé að fara af landinu) og að sum okkar koma til með að búa soldið úti í sveit. Standard Svarfaðardalsbúnaður er sumsé við hæfi. Og svo kom eitt alveg meinfyndið:

"A pocket lamp is also a good idea. The countryside is a dark place at night, although at the time of year you are coming, it stays light until nearly eleven o’clock. The pubs stay open later than that however…"

Sumsé, reiknað með listrænum fyllerýum, eins og sagði í öðru bréfi sem laut að dægradvöl og skoðunarferðum um svæðið (og pöbbana) "all in the name of inspiration".

Sé sjálfa mig alveg fyrir mér, veltast um blidfulla í myrkrinu einhversstaðar úti í írskri sveit... með vasaljós! Og svo getur maður ekki einu sinni súað þó maður detti í skurð! Strax komið gott efni í eintal.

Engin ummæli: