28.4.04

Höfuðborgin er heilaskemmandi.
Ég rak augun í það, þegar ég fór að lesa aftur í tímann, hversu gífurlega mikið meira var um heimspekilegar vangaveltur og "útaflagnir" af öllu mögulegu hér á meðan ég bjó fyrir austan. (Einnig fyndið hversu mikið ég notaði orðfæri föður míns.) Núna er ég hins vegar greinilega orðinn illa sjálfhverfur höfuðborgarbúi, þessa dagana hef ég ekki skoðanir á nokkrum sköpuðum hlut og yppi í mesta lagi öxlum yfir fréttum. Já, nú þarf maður að fara að skammast sín. Trúlega verður ógurlega hollt að fara í heilastrekkingu og sjóndeildarhringsstækkun til Írlands.

Í anda almannaheilla ætla ég að setja hér eina tilkynningu:
Leikfélagið Sýnir hefur huxað sér að setja upp í sumar hið stórklassíska verk Stútungasögu og verður það sýnt í Heiðmörk. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í listrænni og heilnæmri útivist í sumar og verða á svæðinu, endilega mæti á fyrsta samlestur á sunnudaginn (2. maí) í Hugleikhúsinu (Eyjaslóð... 9 held ég) klukkan 15.00. Leikstjóri verður Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, betur þekktur (af þeim sem þekkja hann) sem Denni.

Þetta verður örugglega allt hið skemmtilegasta mál, enda verkið stórfyndið, skrifað af Ármanni Guðmundssyni, Hjördísi Hjartardóttur, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni.

Og svo þarf ég greinilega virkilega að fara að velta fyrir mér hinu Stórveraldlega Samhengi og fara að skrifa eitthvað af viti hér aftur. Grrrr.

Engin ummæli: