í þáttunum um Blóðsugubanann Buffy
kemur fyrir persónan Angel. Hann er af ætt og kyni vampíra en er með þeim ósköpum gerður að hann er með sál. Þó er sá galli á gjöf Njarðar að ef hann upplifir andartak af hamingju þá missir hann sálina og verður allur illur sem öll ætt fjandans væri saman komin. Ég er að velta því fyrir mér hvort þarna hafi Joss Wedon (hugmyndasmiður þáttanna) hitt naglann á höfuðið, varðandi fólk almennt.
Ég veit allavega að ef ég hef ekki mikið annað að gera en að sofa og éta í smá tíma verð ég alveg ranghverf. Nenni ekki því litla sem ég ætti eiginlega að vera að gera, og er síðan orðin úrill og andstyggileg persóna eftir örfáa daga, bara alveg eins og Angel þegar sálartötrið hans fer forgörðum.
Já, hamingjan er ekki öll þar sem hún er séð. Frí frá vinnunni og öllu er greinilega meira en ég fæ höndlað. Tala nú ekki um ef ofneysla súkkulaðis bætist við þannig að maður bókstaflega finnur buxurnar sínar skreppa saman og appelsínuhúðina springa út. Vei öllum páskafríum, líklega væri best að nota þennan tíma til menningarferða eins og Varríus og félagar gerðu þetta árið.
Muna það að ári.
13.4.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli