24.5.04

Góðir Íslendingar.
Er snúin heim úr útlegð í Svarfaðardal hvað við héldum árlegt aðalþing Bandalags íslenskra leikfélaga þetta árið. Var þar mikið um dýrðir, haldin fínasta einþáttungahátíð það sem m.a. var frumsýnt nýtt verk eftir undirritaða, haldinn aðalfundur og hvurveithvað. (Meðal annarra orða, mynd úr mínu nýjasta stórvirki er á vef El Toro.) Gagnrýnendur skildu ekki um hvað leikritið mitt var, og lái þeim hver sem vill, ekki hef ég hugmynd og ég skrifaði ekki eitt einasta upphrópunarmerki í fundargerð aðalfundar og er það nýmæli. Kúkogpissograss-húmor sveif yfir vötnum, mörgu var logið. Það er ennfremur endanlega staðfest að orðið "félagsheimili" hefur hlotið nýja merkingu. Ennfremur var svo mörgum logið uppá mig að mitt félagsheimili virðist algjörlega bera nafn með rentu. Skilji menn eins og þeir vilja.

Kom altént heim úr þessari "legð" og uppgötvaði að það er ískyggilega stutt í þá næstu. Írar skulu sóttir heim eftir eina 12 daga. Er það von mín að Útlendingastofnun láti ekki hjá líða að senda mér ilmandi og nýbakað vegabréf fyrir þann tíma. Þegar ég kom í vinnuna í morgun biðu mín mörg og taugaveikluð meil frá þeim þar sem þeir voru að leita eftir upplýsingum (sem ég var uððitað löngu búin að senda þeim) og ég hef ákveðinn grun um að símtalið frá honum "anonymusi" sem ég missti af í símanum mínum í gærkvöldi hafi verið frá þeim. Hebbði nú verið gaman að ná því og heyra í þessu fólki, svona pínu. Svo lítur út fyrir að ég þurfi að treysta á Ésús og lukkuna með það að geta komist frá Cork flugvelli á rútubílastöð borgar þeirrar á klukkutíma. Þetta verður spennandi ferðalag. Náist það ekki, tjah. ætli ég verið ekki bara að fara fótgangandi, með vasaljósið mitt...

Svo bárust mér þær fréttir til eyrna að allar líkur eru á því að ég fari að leika lesbískan fatahönnuð að Írlandsdvöl lokinni. Það verður nú aldeilis ljómandi skemmtilegt, en þetta er ógurlega krefjandi og stórmeiriháttar hlutverk. Hef ákveðið að hefja samt ekki taugaáföll yfir því fyrr en þann 21. júní, stundvíslega. Á sama tíma hefjast áföll vegna útvarpsþáttar míns, sem verður á öldum ljósvakans þann 24. júlí, ef allt gengur að óskum.

Það voru náttlega skipulagðar fleiri útlegðir, eins og einn haustfundur á Akureyri í byrjun október og huxanlega önnur útferð í ágúst, en hún fer eftir því hvað leikstýrið mitt leyfir, svo nánar um það síðar ef af verður.

Núna bíða fleirihundruð meilar í öllum hólfum, fundargerð sem eftir á að hreinskrifa, og fundur með mínum eðal prófessor vegna ritgerðar sem á að skilast á morgun. (Semsagt, sólarhrings taugaáfall coming up.) Að því loknu hyggst ég taka upp fasta búsetu í húsi Leikfélags Hafnarfjarðar, en þar er frumsýning á Hamskiptunum um komandi helgi og ýmislegt eftir, segja menn.

Sem sagt, nú er best að finna spaðana og halda svo á þeim.

Engin ummæli: