30.7.04

Best að setja inn meira Írland áður en ég drukkna í eigin narcissisma og /eða Eistum.

Fékk annars hlutverk í gær sem ég er ógurlega ánægð með og kemur til að kála tímanum rækilega í ágúst. Svo var lítil og falleg söngæfing í gærkvöldi á prógramminu sem Hullarar ætla að skemmta fólki með á hátíðaklúbbnum í Eistó eins og eitt kvöld. Það var nú gaman.

Allavega, hér kemur:

7. Júní.
Skrifuðum um morguninn, kl. 2 hittumst við svo fyrir framan arininn, allir kynntu sig smá og lásu eitthvað úr verkum sínum. (ég las Daginn minn, sem ég sneri einhvern tíma yfir á ensku) og svo vorum við að tala um líkamsleikhús, eða dansleikhús, upp úr greinum sem við lásum fyrir tímann. Mjög gaman, fengum t.d. verkefni, fórum út á tún og gerðum 50 sundur-saman og ýmsar hreyfilistir. Fengum líka eitt lítið skrifverkefni. Eftir kvöldmat leiklásum við síðan slatta af Beckett fyrir morgundaginn og ræddum aðeins heimspólitíkina áður er við fórum að sofa.

8. Júní.
Komst aðeins á internet í morgun. Fórum líka í smá jóga. Mjög heimilislegt að byrja á sólaræfingunni í írskri rigningu. Í dag eigum við svo að tala um Beckett og arkitektúr. (Spennandi samsetning.) Þetta er að verða mjög strangt, farið að vera vandamál að finna tíma til að þrífa sig og borða og þannig. (Svo ekki sé minnst á að blogga almennilega.) Ekki búin að ná að skrifa neitt í morgun fyrir sturtu, interneti, jóga og einhverjum fíflagangi. Grrrr…

Dagurinn reyndist allur hinn áhugaverðasti. Fengum slatta af “tixum” í gamanleik og fengum spunnum með ákveðin þemu. (Vorum allar ógurlega fyndnar. Töluðum líka slatta um af hverju konur gætu ekki verið fyndnar.) Fengum svo 15 mínútur til að skrifa stutt fynd. Fengum svo líka trix í romance og skrifuðum smá væm. Það reyndist ekkert grin. Svo fengum við föndurverkefni, eigum að búa til model af strúktúrnum á leikritinu okkar sem hefur 3 breytingar í sér… ikkuddnegin, fyrir föstudag. Í anda þess eyddum við Carrie kvöldinu í að mála. Ég málti myndaröð af sígrettum sem ég er búin að vera að huxa um síðan í Frakklandi. Fór snemma í rúmið, en las eitt leikrit sem gerist á eyju áður en ég fór að sofa. Þema morgundaxins er nebblega landslag í persónusköpun.

9. Júní.
Munstur morgnanna er farið að endurtaka sig. Reyna að skrifa og interneta án þess að missa af jóga. Er búin að skrifa í klukkutíma, Jóga í klukkutíma, og nú nenni ég ekki að interneta, er að huxa um að halda bara áfram að skrifa. Reyni að blogga pínu á morgun.

Fórum í ferð. Vöfruðum aðeins um nágrennið. Mjög heimilislegt. Alveg eins og á Vestfjörðum, nema grænna og ég sá frosk. Fékk áhugaverð verkfæri til að spekúlera í persónunum mínum, held ég geti núna gert þau minna leiðinleg með því að skoða hvaða dýr þau séu og hvernig þau láta þegar þau fylgjast með hvoru öðru þegar þau halda að hitt viti ekki af því. Spænende. Í kvöld kemur málari og heldur fyrirlestur.

Hann Charlie Tyrell talaði um abstract málverkun. (Reyndist vera einmitt sami málarinn og var að reyna að leysa ástandið í heiminum með okkur Carrie fyrsta kvöldið.) Það var ógurlega merkilegt. Mér var alveg illt í heilanum á eftir. Fór á pöbb me› Kim og Söruh og við fékkum okkur bjór til að lina overloadið.

10. júní
Í dag er tónlistarworkshop og allskyns. Aðallega fullt að lesa.
Og, ég er komin einu sinni í gegnum leikritið! Íha!
(For better or worse.) Reyndar, örugglega til nóg af rómantískum tragedíum… en, skítt meðða, geri bara eina enn og skammast mín takmarkað fyrir það. Enda er hún á ensku svo ég geri örugglega hvortsemer aldrei neitt við hana!

Fyrirlesturinn, sem var haldinn af þýskum tónlistarmanni sem heitir Ecky Krupp, var svakalega áhugaverður, nú veit ég ýmslegt um írska tónlist, hvaðan nafnið O’Carolan kemur, hvers vegna Írar segja að írskar sekkjapípur séu kúlli en þær skosku (hef áður heyrt rök fyrir hinu gagnstæða frá fyrrverðandi tengdaföður mínum og mörgum mörgum fleirum í Skotlandi) Hlustuðum líka á fullt af tónlist, m.a. samspil Dubliners og Pogues. Ecky talaði reyndar heldur lengi fyrir smekk kennaranna minna, það var ekki tími fyrir langa kennslustund eftir það. Föndraði helling um kvöldið, gerði einhvers konar módel af arkitektúrnum af leikritinu mínu, fattaði að það þarf alls ekki að vera í tímaröð, skrifaði stikkorð fyrir allar senurnar (21) niður á miða sem ég er búin að vera fullt að leika mér með. Huxa að ég endi á að búa til báta úr þeim. Talaði við Dóra minn, hann er að fara í Svarfaðardalinn á morgun. Fór að sofa SEINT.

11. júní.
Fórum til Dursey Island í dag og löbbuðum mjöööög langt og lengi. Gaf Elísabet eins og eitt klaustur sem hún sagði að faðir minn og bræður hans hefðu byggt. Komum heim um 5 leytið, eiginlega alveg búnar áðí. Írskri danskennslu, sem átti að vera í kvöld, frestað til að gefa okkur tíma til að skrifa. Og núna ætla ég að reyna að fara að gera það.

Skrauf allt kvöldið og bjó til báta úr miðunum mínum fyrir "kynningu" á morgun. Jóga hálftíu í fyrramálið, svo bæjarferð, eins gott, er búin með alla peningana mina, enginn tekur kort hér og enginn hraðbanki.

Engin ummæli: