26.7.04

Meira tímaflakk.

Hér kemur aðeins meira frá Írlandi:

6. júní.
Skriðum á lappir um 11 leytið, enda ekki víst að við fáum að sofa frameftir aftur í þessari dvöl. Við Carrie komum okkur fyrir í herberginu okkar, fengum morgunmat hjá írsku mömmunni okkar, henni Veroncu, sem er búin að lýsa því yfir að við megum vera úti eins lengi og við viljum á kvöldin. Svo komum við hingar í “Centrið” þar sem ég er að skrifa þetta og Carrie er að djöflast á trommusettinu, sennilega búin að fá nóg af þögninni. (Hún býr á Manhattan.) Á eftir á síðan að vera fyrirlestur um sögu sta›arins og seinni partinn í dag erum við að fara að skoða gamlar koparnámur.

Stuttu síðar: Fann gítar, meira að segja af réttri tegund, og reyndi að laga hann. Fann strengi í staðinn fyrir þá sem vantaði, en skrúfurnar eru stirðar og ein brotin. Vatnar saumavélarolíu og töng. Þarf að komast eftir því hvernig maður segir “töng” á ensku…

Kvöld:
Málin aðeins farin að skýrast. Ég er búin að koma prjóninu mínu fyrir við arininn, til dæmis. Við fengum að vita að formlegar kennslustundir verða á milli 2 og 5 á daginn, á morgnana á að vera hljótt í Centrinu svo við getum skrifað hér ef við viljum. Svo fengum við ágætan fyrirlestur um sögu nágrennisins hérna með myndasýningu og svo fórum við í gædaðan göngutúr um nágrennið, m.a. kirkjugarðinn og skoðuðum gamlar koparnámur í nágrenninu. Og nú var Elísabet með okkur, er loxins búin að hitta hana, og já, hún reyndist vera Elísabet Jökuls. þægilegt að þurfa ekki alltaf að tala ensku, og hún fylgist líka með fótboltanum. Sagði mér t.d. þær miður skemmtilegu fréttir að Englendingar hefðu tekið okkar menn í félagsheimilin í gær, 6-1.

Þegar við komum aftur "til byggða" var grillveisla í gangi fyrir utan einn pöbbinn til styrktar Tjernobyl-börnum (upplífgandi að vita að það eru ekki allir búnir að gleyma þeim). Írar eru greinilega ekki allir jafn kátir með reykingabannið á börunum sínum. Núna er t.d. fyrsta setningin þegar maður segist koma frá Íslandi ekki lengur “Ó, ég hef aldrei hitt neinn frá Íslandi áður!” Heldur: “Má reykja á börunum þar?” Það voru sumsé hamborgarar, bjór og umræður um reykingar í kvöldmat.

Svo sáum við uppfærslu Trish (kona sem býr hér í Centrinu) á leikritinu “Ekki ég” eftir Beckett og höfðum smá umræður um það. Svo fengum við afhentan greinapakka (sem gefur lesefni í kúrsum hjá Guðna Elíssyni ekkert eftir) og fyrirmæli um að lesa tvær greinar fyrir tímann á morgun. þær voru báðar um dansleikhús og ekkert léttmeti, svosem. Þannig að við sátum hérna áðan, ógurlega penar og prúðar og gerðum heimavinnuna okkar fyrir framan arininn. Soldið eins og að vera í klaustri.

Engin ummæli: