25.7.04

Útvarpsþátturinn minn fór á öldur ljósvakans í gær (eftir því sem ég best veit, gleymdi að hlusta) og verður endurfluttur einhvern tíma á þriðjudaginn (veit ekki hvenær) og svo er hægta að lesa hann hér. Sá næsti verður síðan fluttur þann 11. september og ég er strax farin að skemmta mér við að skrifa hann.

Fór á æfingu á Krádplíser hjá Reykvíska listaleikhúsinu, gargandi snilld, frumsýning í dag, mæli með henni. Stútungasaga í Heiðmörk í gær hjá leikfélaginu Sýni (um, eða hvernig menn vilja beygja það) og varir mínar eru síld þangað til ég er búin að skrifa umfjöllun fyrir leiklist.is.

Engin ummæli: