28.7.04

Ég heiti Siggalára og ég er "inverted" narcissisti.

Er búin að vera mikið að skoða söguna af honum Narcissosi sem drukknaði í eigin spegilmynd. Þessa dagana eru, samkvæmt mér, allir narcissistar, bara mismunandi tegundir. Neinei, alveg án gríns. Þetta disorder er mjög forvitnilegt. Alls ekki jafn klippt og skorið og ég hélt. (Fann t.d. bók sem heitir "The wisard of Oz and other narcissists"...) Og ég er alveg með þetta á heilanum og er að huxa um að búa til rannsóknarmöppu.
Svo sem eins og ég gerði fyrir Odd Bjarna um Lobotomiur um árið.

Spurningin er bara þessi: Er ekki kjánalegt að búa til rannsóknarmöppur bara svona út í bláinn?
Og ef svo er: Vantar einhvern rannsóknarmöppu um narcissisma?

Engin ummæli: