9.8.04

Að fara á leiklistarhátíð er góð skemmtun.
Sumar sýningar eru reyndar jafnan ekki við hæfi barna, aðrar of vondar til að vera við hæfi mannkyns. En, með orðum Þorgeirs á NEATA fundi "We can't stop people from being stupid..." enda, ef ekki væru einhverjar vondar sýningar, og helst ókennilegur matur, þá væri ekki margt í minnum haft eftir hátíðir.

Nú er ég sem sagt komin heim frá landi eistnanna, einhverjar glefsur koma næstu daga, annars er ágætis ferðadagbók á leiklistarvefnum.

Engin ummæli: