12.8.04

Og þá er ég komin aftur í nútímann.

Í fréttum er það helst að ég er búin að ákveða að kaupa mér íbúð.
Til þess þarf ég greiðslumat svo ég viti hverju ég hef efni á.
Til þess að fá sollis þarf ég að sjá út hvað ég get ímyndað mér að ég geti átt í útborgun.
Til þess þarf ég líklega að finna mér vilyrði fyrir lífeysissjóðsláni.
Til þess þarf ég að vita í hvaða lífeyrissjóð ég borga.
Til þess þarf ég að bíða þangað til Vibba kemur aftur í vinnuna.

Málið í biðstöðu í bili. Enda reikna ég með að taka veturinn í ferlið. Nógur tími.

Erum byrjuð að æfa Beisk tár Petru von Kant hjá leikfélagi Hafnarfjarðar. Það er gaman, en nokkuð snúið að reyna að læra texta með heilann soðinn.

Engin ummæli: