19.11.04

Fór á sultugóða tónleika eftir vinnu í gær. Verst að ég man ekki hvað hljómsveitin heitir. Allavega, Jón Geir er í henni og hún var að spila á Airwaves og er að fara að spila smá í útlöndum. Þetta er allavega alveg súpergóð grúppa sem samanstendur að þremur snillingum. Lovely. (Þeir sem vita hvað hún heitir mega alveg skrifa það í komment.)

Vegna þessa útstáelsis er ég illa sofin í dag, en annars bara frekar kát. Þrátt fyrir ýmsan afturfótagang í lífinu.

Gleðilegan föstudag og farsæla komandi hláku,

Engin ummæli: