15.11.04

Komin aftur. Mikil snilldarhelgi með Rannsóknarskipinu mínu. Hitti líka mestallan flotann og nokkra smábáta.

Freyvengir skemmtu mér konunglega á laugardaxkvöld. Upplifði m.a. að heyra verðandi mágkonu mína flytja Ruslönulagið af mikilli tilfinningu og verðandi mág minn skríða um með buxurnar á hælunum á flótta undan Playboy-kanínum syngjandi "Love hurts" með harmkvælum.

Dansaði mér síðan harðsperrur og endaði kvöldið með því að stíga á stokk, ásamt Eló (ekki hljómsveitinni), og flytja gamalt júróvísjónlag frá Danmörku með tilþrifum. Gerði þar með kommbakk á sviðið í Freyvangi, en hef ekki tjáð mig þar síðan í leikferð með Embættismannahvörfin 1997.

Og ðett vos ðett. Svo kom ég aftur í bæinn, allt í einu kominn vetur og jólaskreytingar á Laugaveginn... hvað var ég eiginlega lengi í burtu?

Engin ummæli: