Er einkar úldin í dag.
Janúar er ekki uppáhaldsmánuðurinn minn, nóvember til febrúar ætti ég helst að vera í sofandi. Og er það gjarnan, þessa dagana. Enda, þegar er kalt, og snjór, og alltaf dimmt og jólaskrautið farið, þá er lítið annað að gera. Það sem bjargar þessum leiðindatíma reyndar mjög gjarna er að geta lokað sig inni í einhverju leikhúsi með hausinn á kafi í gerviveruleika einhvers leikrits. Þegar maður sleppur þaðan út er síðan gjarnan komið vor, jafnvel sumar, og farið að líða að leiklistarhátíðavertíð. (Sem samanstendur þetta sumarið af einni á Akureyri, sem ég Verð á, og annarri í Mónakó, sem mig langar að vera á. Jeij!)
Ummitt að fara að byrja æfingar núna. Samlestur á Aðfaranótt eftir Björn M í kvöld og vonandi hin skemmtilegasta veruleikafirring í vændum. Ætla þangað á aðstoðarleikstjórabuxunum, verð vonandi við það minna kenjótt í skapi.
Og utanríkisráðherra skellir stóru skollaeyrunum sínum við því að áttatíuogeitthvað prósent þjóðarinnar vilji ekki vera á listanum góða.
Hvernig væri að segja nú bara satt?
Ha, Dabbi?
Segðu bara: "Við getum ekki tekið okkur af þessum lista vegna þess að þá gæti Kaninn huxanlega farið í fýlu og farið burt með alla vinnuna af Suðurnesjum!"
Hvað er svona erfitt við það?
Og svo á að byggja sjúkrahús. Mér finnst það vera soldið eins og að byggja menningarhús. Eru til peningar til að manna og reka fleiri sjúkrahús, þegar þau sem fyrir eru eru undirmönnuð og allt starfsfólk undirborgað fyrir? Auðvitað er síðan verið að hækka kostnað við það að vera veikur... innlögn á sjúkrahús fer að kosta á við meðal utanlandsferð og fer að verða lúxus sem ekki er á færi nema fárra útvaldra. Þarf þá fleiri? Svona ef Davíð skyldi þurfa að láta fjarlægja úr sér fleiri fjölmiðlafrumvörp og Guðni skyldi éta aftur yfir sig af pulsum og halda að hann sé að fara að fæða barn?
Og hvaða kjaftæði er þetta með að 26. grein stjórnarskrárinnar "virki ekki"? Hefði ekki þurft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að komast að raun um það? Ég sá ekki betur en hún virkaði bara ágætlega, þangað til ríkisstjórnin ákvað að taka lýðræðið af borðinu.
Allt sem hann Dabbi litli hefur látið frá sér fara undanfarna daga finnst mér í ætt við fyrsta orð hans í sjónvarpi: Drulla. Það ætti að flengja menn fyrir svona bull.
Og Íslendingar ákváðu að vera einstaklega rausnarlegir og flytja slasaða Svía heim af flóðasvæðunum. Vegna þess að Skandinavar eru svo fátækir að þeir hafa ekki efni á því að sækja sína slasinga sjálfir? Hefði ekki verið nær að flytja heim fórnarlömb þeirra þjóða sem ekki eiga bót fyrir borurnar á sér? Eða nota peningana í hjálparstarf á svæðinu? Er ekki allt í lagi?
Grrr... Ef mann langar að verða jafnvel enn geðverri er besta ráðið að horfa á fréttir nokkra daga í röð.
10.1.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég pant fá að flengja Davíð!
Skrifa ummæli