28.2.05

Var að fatta að ég hef ekki verið ekki í leikriti síðan ég kom heim frá Eistlandi í ágúst. Nema rétt yfir blájólin. Það er kannski ekkert svo ofboðslega undarlegt að maður skuli vera farinn að sakna sjónvarpsins síns smá og sé ekkert búinn að skrifa eða neitt?

Frá næstu helgi ætla ég líka að gera mest lítið annað en að prjóna og reyna að skrifa eitthvað og láta sjónvarpsdaxkrána stjórna lífi mínu í einu og öllu. Og þvælast til Akureyrar í tíma og ótíma. Lofa engu um félaxlyndi.

Og, best að plögga smá:
Það er aðeins ein sýning eftir á Memento Mori. Hún er á föstudaginn. Allra síðasti sjens að sjá þessa frábæru sýningu.

Og á sunnudaginn verður frumsýnt leikritið sem heitir víst ekki lengur Aðfaranótt heldur Patataz. Sýningar verða í nýju leikhúsi sem heitir Stúdíó 4 og er staðsett í Vatnagörðum 4. Mér sýnist þessi líka verða hreinast abbragð. Enda höfundurinn Björn Sigurjónsson og leikstjórinn Bergur Ingólfs og leikararnir allirsaman, hreinræktaðir snillingar.

Og svo er bara sól úti. Lallallah.

1 ummæli:

Berglind Rós sagði...

Gaddemitt, mér virðist ekki ætlað að sjá þessa sýningu, hún er bara sýnd þegar ég kemst alls alls ekki :-(