1.3.05

Stund milli stríða á skrifstofunni minni, eða kannski ætti heldur að segja stund milli skóla, þar sem nú virðist yfirstaðin flóðbylgja fólks sem er að sækja um í leiklistarskólann, en á móti kemur að skráningar í Bandalaxskólann hefjast væntanlega einhverntíma í þessum mánuði.

Svo villist jú inn einn og einn snyrtiskólanemi, sumar þeirra láta Paris og Nicole líta út eins og djúpvitra heimspekinga og kjarneðlisfræðinga. Ójá, það er náttúrulega svo margt sinnið sem skinnið en stundum virðist sem því fegurra skinnið því meiri mannvitsflatlendi leynast undir. Helberir fordómar að sjálfsögðu, sem ég er mikið búin að reyna að venja mig af, en samt kemst maður ekki hjá því að velta þessu stundum fyrir sér, sérstaklega þegar hingað rekast trekk í trekk fagrar (eða kannski aðallega vel snyrtar) ungar stúlkur sem virðast ekki... vaða í því... Sumar virðast meira að segja haldnar þeim ósið að þykjast tregari en þær eru. Það virðist í sumum kreðsum hreinlega ekki vera kúl að vita neitt eða kunna orð sem eru yfir 1 atkvæði.

Undarlegt. Maður fyllist jafnvel ákveðinni... já... kvenfyrirlitningu, bara.
Ævinlega sýnast mér karlmenn sem meiri eru á yfirborðinu en annars staðar heldur vilja sýnast klárari en þeir eru. Kemur reyndar stundum svolítið ámátlega út...

Sennilega best að reyna bara að vera nokkurn veginn eins innúr. Eftir því sem maður kemst næst.

En þetta var nú... útúrdúr... eða eitthvað.

Annars, gleðilegan bjórdag! Já, bjórinn er 16 ára á Íslandi í dag!
Og 16falt húrra fyrir því!

3 ummæli:

frizbee sagði...

Hurra! Hurra! Hurra! Hurra! Hurra! Hurruar! ... Hrura! ... Hurda... *fellur fram a bordid*

Nafnlaus sagði...

Mér að sársukalausu hefði bjórinn alveg mátt vera bannaður fram í andlátið.
Ég snerti aldrei neitt annað en romm, viskí og vodka oll mín unglingsár, utan stöku flösku af Southern Comfort (never found the comfort in it) Teqila-dass og til hátíðarbrigða íslenskan landa!
Kom náttúrulega sérlega vel undan vetri. Jafnvel jafn-vel og Nína sem aldrei drakk neitt annað en aumingjadrykki....... :0)
Ylfa

Þórunn Gréta sagði...

Til hamingju með bjórinn, þið sem megið njóta hans.... kannast of við þennan litning sem þú minnist á, þennan kvenfyrirlitning.