4.3.05

Upp er að renna einkar annasöm helgi. Svo ekki sé meira sagt. Best að plögga:

Allra síðasta sýning á Memento Mori er í kvöld.
Og
Patataz verður frumsýnt á sunnudag.

Og ég hefi huxað mér að fagna endurheimtingu lífs míns, sem hefst á endurstandsetningu heimilis míns og heils kvölds kríublundi fyrir framan sjónvarpið eftir helgi, með því að hrynja íða vel og vandlega við bæði tilefni. Ójá. Þjófstartaði eiginlega með smá upphitun í gærkvöldi. Þangað til alltof seint. Er syfjuð og kannski ennþá full.

Um næstu helgi skal svo haldið í Rannsóknarleiðangur og endurnýjuð kynni við minn heittelskaðasta í heiminum sem ég er orðin meira en lítið langeyg eftir að sjá og þreifa á. (Þeir sem hafa hitt mig nýlega hafa kannski tekið eftir því hvað augun í mér eru orðin löng.) Huxa með öfund til foreldra minna sem fá að berja hann augum og eyrum um helgina.

Já, og fyrir þá sem hafa beðið eftir því, upplýsingar um skólann eru komnar á leiklistarvefinn.

Engin ummæli: