Er í mjög alvarlegu spennufalli. Er búin að vera hálfsofandi síðan á sunnudaxkvöld og kem engu í verk. Er samt á leiðinni að gera fullt. Ójá.
Svo er eitthvað að brjótast um í hausnum á mér sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða eða hvort ég á að tjá mig um. En eftir að hafa séð þátt með fullt af viðtölum við Jónu Ingibjörgu og talsverðar vangaveltur um hvað er feimnismál og hvað ekki, þá held ég að ég geri það samt. Vegna þess að mér finnst þetta brenna á mörgum og jafnvel vera þjóðfélagsmein. Eftirfarandi pistill er þó e.t.v. ekki fyrir smekk kynslóðar foreldra minna...
Ég held þetta hafi byrjað að gerjast í mér á þegar ég átti spjall um fornar hjásvæfur við vinkonu mína um daginn. Svo las ég allavega eitt blogg sem tengdist, og svo rifjaðist upp fyrir mér allur skrattinn. Ég las konu sem þykir nauðsynlegt að "aftengja tilfinningarnar" áður en hún sefur hjá.
Alltaf hefur mér heyrst þetta vera að gerast einhvers staðar í kringum mig. Fólk er að sofa saman, jafnvel reglulega, og meinar ekkert með því... Ég skil ekki það. Er óforbetranlegur rómantíker og ef ég hef sofið hjá í einhverju tilfinningaleysi, þá hefur mér liðið illa yfir því. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að nota líkama annarra til sjálfsfróunar. Hvorki með eða án samþykkis viðkomandi.
Vissulega er það örugglega hægt, að sofa hjá og meina ekkert með því, en þar sem hitt er bara svo miklu skemmtilegra, af hverju þá að standa í því? Fyrir svo utan það að tilfinningar eru óttalega óstýrilátar og fara oft að bögga fólk þó það ætli sér það ekki. Og þá geta menn nú aldeilis lent illa í því, setið uppi með einhliða samband sem ekki má gera opinbert vegna þess að upphaflegir samningar hljóðuðu ekki uppá tilfinningar.
Og svo heyrir maður oft í gegnum sjálfsblekkingarnar. Fólk (ja, aðallega stelpur...) sem eru að sofa hjá einhverjum, eru að reyna að sannfæra sjálfar sig og aðra um að engar tilfinningar þar að baki, en þær eru þar samt. Allir sem á hlýða heyra þær, en viðkomandi er hins vegar búinn að leggja mikið á sig til að ljúga að sjálfum sér, þar sem dysfúnksjónal eyminginn sem hún er að sofa hjá (og er skotin í) myndi umsvifalaust hætta því ef hann héldi að til hans færu að verða gerðar einhverjar kröfur.
Og svo virðist hjásofelsi án tilfinninga vera mjög bundið við ákveðna einstaklinga. Og konur hafa reynt að réttlæta fyrir mér hlutina með því að það sé "bara svo gaman að sofa hjá þeim"... Hef sjálf sofið hjá slatta af þessum mönnum og þar ber allt að sama brunni. Menn sem vilja geta notað líkama kvenna við sjálfsfróun án þess að bindast tilfinningaböndum eru alla jafna jafn sjálfselskir í rúminu og þeir eru í lífinu og ef þeir eru það "skemmtilegasta" sem menn sofa hjá, ja þá hafa menn nú bara ekki verið að skoða sig um.
Mér finnst aftenging tilfinninga við hjásof benda til þess að við séum farin að láta dysfúnksjónal vesalingum í té of mikla stjórnun á voru tilfinningalífi. Ég hef allavega áhuga á því að fá að hafa mínar tilfinningar og leyfa þeim bara gjörsamlega að rúla í mínum samböndum. Finnst það grundvallaratriði og hef ekki huxað mér að skammast mín fyrir það framar, hvað sem samfélag tilfinningalega vangefinna manna segir. Mæli frekar með kynlífi með tilfinningum, og þeim gagnkvæmum en án, það er hreinlega miklu skemmtilegra. Og fullnægjandi andlega jafnt sem líkamlega.
Held ég hafi komið frá mér því sem ég vildi sagt hafa. Nokkurn veginn.
Já, þessi pistill var kannski of opinskár fyrir viðskvæmar sálir. Bið þær afsökunar.
8.3.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Helvíti að hafa misst af þessum þætti. Var hann máske á stöð 2?
Ég hef enga samúð með viðkvæmum sálum. Þeir sem eru of teprulegir til að feisa þá staðreynd að fólk ríður, og það stundum án þess að meina neitt sérstakt með því, geta bara lesið hús & híbýli. Efni pistilsins get ég ekki afgreitt með stuttri athugasemd, skrifa þessvegna svarfærslu á sápunni.
Ég ber hins vegar virðingu fyrir lesendum mínum af eldri og heftari kynslóð og þeirra siðferðismörkum. Þeir hafa ekkert gert mér.
Skrifa ummæli