11.3.05

Norður

Er að fara í það sem gárungarnir kalla "rannsóknarleiðangur" og á von á dásemdum. Ætla að sjá Taktu lagið Lóa hjá Freyvengjum, með systurskipinu. Og náttlega þarf að endurnýja kynnin við dásamlega manninn mínum sem ég hef ekki séð vikum saman. Hefðum þurft að samhæfa aðgerðir betur varðandi leikhúsvinnu.

Er annars búin að horfa linnulítið á sjónvarpið í þessari viku, eins og plön stóðu til, og kynntist í gær ástæðu til að halda fimmtudaxkvöld heilög á næstunni.
Desperate Housewifes eru einstaklega dásamlegir þættir. Eru á stöð 1. Þessar örvæntingarfullu húsmæður komu mér bæði til að flissa, fá hroll og verða forvitin.
Skenntilegt.

Svo er tölvan mín nú eitthvað farin að fá í sig undarlegt aðdráttarafl. Held ég fari alveg að skrifa eitthvað hvað úr hverju, meira að segja bara alveg af eigin hvötum. Hef allavega eina hugmynd...

Og önnur sýning á Patataz er í kvöld. Hvet þá sem ætla að sjá til að drífa sig. Hef grun um að markaðströllin sem eru í kynningar- og söluherferðum eigi eftir að selja nokkuð vel á komandi sýningar, en ég veit það það er eitthvað laust á þessa.

Engin ummæli: