Er að byrja á fyndnu námskeiði. Fór í bíó í gær á einkasýningu fyrir námskeiðsfólk að Mulholland Drive. Það var súrrealísk reynsla. Sérstaklega þegar við vorum að bíða eftir að fara inn og nokkrir semí frægir íslenskir kvikmyndagerðarmenn (sem ég kann samt ekki að nefna) stóðu og voru í alvöru að velta fyrir sér (Í fúlustu alvöru) "hvort þeir gætu NOKKUÐ lært á þessu námskeiði" (!)
Vegna þess að það er búið að skrifa svo obbosslega mörg góð íslensk kvikmyndahandrit? Og gaurinn sem kó-skrifaði Festen og er búinn að handritalækna lungann úr danskri kvikmyndagerð (og fleiru) og var í Dogma-grúppunni hefur alveg örugglega ekkert merkilegt að segja íslenskum beturvitrungum í kvikmyndagerð?
Ég var allavega komin á fremsta hlunn með að henda í þá poppinu mínu og segja þeim að þeir væru asnar. Sé fram á að það á oft eftir að sjóða á mér innan um þessa gaura. Ætla samt að reyna að fara ekki að rífa kjaft... allavega eins og ég get. Vera bara dularfulla konan sem segir ekkert.
Annars svaf ég íkt vel í nótt og dreymdi að ég seldi kvikmyndahandrit hægri og vinstri. Ojæja. Gott að það er að gerast í einhverri vídd.
12.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Kannast við þetta markmið að ætla að vera dularfulla konan sem segir ekkert. Það mistekst ALLTAF!
Þetta hljómar geðveikt spennandi!!
Ef þú ætlar að vera þessi dularfulla, endilega fáðu þér þá laaaaanngt tipparilló (sígarettumunnstykki) og svart slör með svona "punktum" Þá ertu sérlega mystísk!
Skrifa ummæli