Já, það komast alveg nokkrir í einu inn í íbúðina mína. Fleiri en ég átti von á. Og menn rötuðu. Og það sem kannski kom meira á óvart, eftir partí rötuðum við alveg 3 niður á 22. Og rötuðum ekki þaðan út aftur fyrr en einhvern tíma þegar var kominn dagur, vegna gífurlegra hæfileika plötusnúðs til að senda okkur á fjögurra tíma nostalgíutripp með ógurlegu lagavali.
Ekki hélt ég maður ætti þetta til lengur. Held ég hafi aldrei á ævinni dansað af jafn gífurlegri innlifun. Að sjálfsögðu hafa tekið sig upp gömul rokkmeiðsl með viðeigandi hálsríg, en það er bara algjörlega þess virði. Og svakalega eru margir vakandi ennþá og í miðbænum klukkan hálfsjö á morgnana! Þarf fólk ekkert að gera á sunnudögum? Ja, maður spyr sig.
Vil þakka eðalmönnunum Sigurði og Guðmundi fyrir þessa fínu ferð og vona að þeirra hálsvöðvum líði betur en mínum.
En ég er bara rétt að átta mig á því núna að Patataz er BÚIÐ. Finnst undarlegt að vera ekkert að fara að hitta akkúrat það fólk aftur. Kannski bara ALDREI! Það er soldið leiðinlegt. Þetta er búið að vera með skemmtilegustu leikdótum sem ég hef gert. Alveg ýkt gaman.
En, allt heldur áfram. Ég held ég sé að fara á smá námskeið hjá Mogens nokkrum Rukov í vikunni. Hann er frægur. Og það innifelur að ég þarf að fara á kvikmyndahátíð 3 kvöld í röð í vikunni. Það verður nú soldið öðruvísi. Ætla líka að fara í Þjóðleikhúsið að sjá Koddamanninn. Já, menning smenning.
11.4.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Takk sjálf :)
Hálsvöðvar, já. Tja, ég horfi allavega ekki reiður um öxl í dag - ræð við svona ca. 70 gráður af 360 mögulegum í hreyfanleika höfuðs.
Vá! Geturðu venjulega snúið höfðinu allan hringinn? Bara eins og í Exorsist!
Mín hálsmeiðsl lýsa sér þannig að hálsinum finnst erfitt að halda höfði, og þyrfti helst að vera í stuðningskraga. Ég hef mikla samúð með þungarokkurum eftir tónleikaferðir í dag.
Skemmtilegur DJ á 22 er alltof sjaldfengin upplifun. Ef mig hefði aðeins grunað það...
Ohhh... ég man svo vel...
Við Halli minn byrjuðum nú EINMITT að draga okkur saman á 22!!!
Það var sérlega rómantískt.
Skrifa ummæli