í deildinni heimahjásér í vetur, sneru skásarar bara við blaðinu og unnu meistaradeildina. Ætli maður óski ekki til hamingju, með semingi þó, það sem nú er hætta á að þeir stingi meistaradeildarsætinu undan mínum mönnum næsta vetur. Eins og menn hafa séð ástæðu til að tjá mér minnst einu sinni í viku í allan vetur.
Get því ekki sagt að ég samgleðjist nema að tæplega hálfu.
Fyrir þá sem ekki skildu þessa málsgrein, hún fjallaði um fótbolta.
Í gær kom kona að skoða íbúðina mína. Hanabjálkinn er nefnilega kominn hér og greinilegt að eftirspurn ætlar ekkert að láta á sér standa. (Einhver hefur reyndar fokkað mjög rækilega upp uppsetningunni á fasteignavefnum þannig að myndirnar af húsinu eru HUGE.)
Svo er allt brjálað í skipulagningu á öllum skrattanum. Leikstjórnarverkefnið mitt fer að verða tilbúið til örsýningar sem á að fara fram á aðalfundi Hugleix á sunnudaginn. Svo er Árni að koma í bæinn og helgin verður gjörsamlega undirlögð af leikhúsum og skírnarveislu og allskonar látum. Leiðinlegt þegar allur heimurinn hrúgast á eina helgi og ekki er almennilega tími til að njóta neins af því almennilega þar sem maður er alltaf að verða of seinn í eitthvað annað.
En svona erðetta bara.
Ég var að uppgötva mér til mikillar kæti að utan vinnu á er þetta sumar óskaplega lítið skipulagt. Ég hef ekki huxað mér út fyrir landsteinana og ætla ekki að "gera" nokkurn hlut. En ætla bæði austur og vestur, mér til skemmtunar og yndisauka, og vera m.a. alveg heillengi á Egilsstöðum í beinu framhaldi af leiklistarhátíð og hluta af þeim tíma lítur út fyrir að ég verði alein að passa tvö hús og vera og sólbaði.
Huxa mér gott færi á að heimsækja fólk!
Er búin að panta gott veður.
Jámmjámm.
26.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Kannki ég fái gistingu í þinni íbúð meðan þú ert í burtu, verð nefnilega á götunni í júlí. Verð líka eitthvað hjá Báru.
Ég verð í burtu, væntanlega alveg samfleytt, frá 18. júní til 12. júlí, ca. Það getur reyndar vel verið að Bára verði í burtu á sama tíma, ég man það ekki.
En ef ég verð ekki búin að selja þá verður fólk væntanlega ennþá að skoða íbúðina. En þér er hún nú samt velkomin þennan tíma. Ef þú vilt.
Var að skoða íbúðina á mbl og sá að fataskáparnir eru úr Hlyni... skil vel að þú vijir selja :þ
Já, það er náttúrulega aðallega til að losna við nöldrið í honum Hlyni. Hann á víst eitthvað erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt í lífinu.
Já ætla að ræða við hana Báru þegar hún kemur austur í næstu viku (held ég). Skipulegg svo útfrá því.
Skrifa ummæli