6.5.05

Grufl...

Það er eins og mér finnist ég hafa ætlað að gera eitthvað ferlega margt í dag. Núna get ég ekki munað hvað neitt af því var, eiginlega. (Nema náttlega að ég er að fara til Stykkishólms eftir hádegi, en þangað til...?)

Allavega, fór á frumsýningu hjá Hugleik í gær. Þriðja frumsýning þeirra ofvirkninga í vetur. Sú fjórða ef einþáttungasýning í október er talin með. Og enn ein eftir, einþáttungar í maílok, ef text að róta saman nógu mörgu fólki til að gera dót.

Sýningin var hin allra besta skemmtan. Ég hló eins og fífl og fylltist ítrekað aðdáun í garð leikara, leikstjóra, höfundar og allra annarra sem að sýningunni komu. Bara, virkilega gott og gaman.

Eftir var síðan hin skemmtilegasta samkunda heima hjá Doktori Tótu. Þar var sungið mikinn og voru menn ekkert á þeim buxunum að fara að koðna niður úr því þegar ég yfirgaf svæðið. Og ég er ekki frá því að ég hafi kannski veitt honum Hugleiki eins og eina stórleikkonu. Sjáum til.

Og ekki er leikhelgin nema rétt að byrja. Eftir hádegi skal haldið til bandalaxþinghalds í Stykkishólmi. Í kvöld fáum vér þinggestir að gæða okkur á sýningu heimamanna á Fiðlaranum á þakinu. Ég hef huxað mér að syngja með og horfa á búninginn minn úr uppsetningu sama verks á Egilsstöðum, í hljóðri nostalgíu.

Annars þarf greinilega að fara að huga að einhverri markaðssetningu fyrir Bandalaxþing. Það mætir varla nokkur kjaftur á þessa samkundu lengur. Spurning hvort þarf að fara að henda inn í prógrammið tónleikum með einhverjum frægum, ókeypis hárnæringu, eða þvíumlíku, til að trekkja.

Jammogjá. Ég verð allavega væntanlega lítt bloggandi þessa helgi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooooooooo.... mér er skapi næst að þrumast yfir á Brjánslæk og stíma með Baldri (ferjunni) yfir í Hólminn....en ég er svo buissy... snökt*

Elísabet Katrín sagði...

Það segir manni aldrei neinn frá svona stórviðburðum!!! Væri sko alveg meira en mikið til í að vera´á bandalagsþingi núna :)
Góða skemmtun :)

Nafnlaus sagði...

Jæja!!!!! HVernig var svo á þinginu?? Spýttu því út!!
Var ekki HUNDLEIÐINLEGT?????
Ylfa Afbrýðissama