Kom sjálfri mér á óvart í gærkvöldi með því að:
a) Nenna út úr húsi
b) Rata upp í Breiðholt
c) Drekka kaffi að kvöldi dax
Og við Heiða fabjúleruðum mikinn um lífið og tilveruna. Og heimasætan hún Saga orðin svona líka ljómandi stór og myndarleg og farin að baka kanelsnúða!
(Enn eitt sem gæti sagt til um að maður sé orðinn fullorðinn, þegar börn vina manns eru orðin nógu stór til að baka kanelsnúða.)
Í dag er ég þungt huxi um raðkvænið. Mér finnst það merkilegt. Flestir láta ennþá eins og það sé leyndarmál og sé ekki að gerast. Enn fylgir því nokkur skömm að hafa átt í slíku, þó svo að annað heyri til undantekninga. Hið tvöfalda siðferði sem við erum að Það er nefnilega ekkert grín að lifa á tímum flunkunýs skipulax mannlífs. Mig langar soldið til að fræðilegast um fyrirbærið. Hér kemur fyrsti kafli fræðilegra vangaveltna:
Raðkvæni. "Friend or Foe?"
Nú er það orðið þannig í voru mannlega samfélagi að við virðumst hætt að parast fyrir lífstíð fyrsta aðila sem við myndum "parleg" tengsl við í lífinu. Í dag gera flestir nokkuð gott úrtak áður en þeir festa sér eintak, og margir skipta síðan aftur um skoðun seinna á lífsleiðinni. Enn er þetta skipulag frekar nýtt af nálinni og við vitum ekki alveg hvaða afleiðingar þetta kann að hafa fyrir mannkynið. (Við vitum reynar að þetta á eftir að flækja málin fyrir ættfræðingum framtíðar gífurlega, þar sem fjölskyldur hafa óneitanlega flóknast.)
Kostir þessa skipulags eru náttúrulega fyrst og fremst þeir að það gerir ráð fyrir því að fólk breytist. Vaxi sundur eða saman. Og að maður hafi makaval kannski ekki alveg hárrétt í fyrstu tilraun. En hvað varð þá um eilífa ást og hamingju? Þar til dauðinn aðskilur og allt það? Er það orðið dautt og ómerkt eða var það kannski aldrei til? Eða er það enn í jafn fullu gildi og alltaf, en við orðin svo yfirkomin af alheimsfrekju að grasið virðist alltaf grænna hinu megin? Eða erum við orðin svo miklir spennufíklar að sambönd eru ekki skemmtileg nema þau séu ný og spennandi?
Er ég farin að hljóma eins og 6 and the City?
Allavega, ég held að á þessum síðustu og verstu tímum þurfi að gefa út handbók.
Siðareglur á tímum raðkvænis
gæti hún heitið. Þar væri hreinlega sagt til um hvað þykir kurteisi og hvaða hegðan er við hæfi að sýna við hvaða aðstæður á vorum tímum. Þessi handbók held ég myndi henta sérstaklega vel fyrir eldri kynslóðina, þar sem mér sýnist sú kynslóð sem ekki ólst upp við raðkvæni, en ætlar að fara að gaufa við það á efri árum, vita jafnvel síður en vér yngri hvað hún er að gera.
Hmmm... Grufl.
4.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég er líklega orðinn svona akademískt skemmdur, en ég sé doktorsritgerð í þessu.
Veit bara ekki í hvaða fagi.
Eða leikrit...
hmmmm. "Líf á tímum raðkvænis". Dokorsritgerð eða leikrit? Eða bæði?
Raðkvæni er það sem koma skal. Fólk skal hanga saman svo framarlega að því finnist það gaman og eigi lengur.
Vandamálið er audda að fólki finnst ekkert alltaf það sama gaman á sama tíma... Lausnin á því? Liggur í augum uppi og hefur verið að gerjast á kjötmörkuðum íslands lengi þó fólk reyni að tala ekki um það:
Hringkvæni.
Laustengdur hópur af fólki þar sem fólk skiptist á að eiga þennan fyrir kærasta/u í X marga mánuði eða ár og svissar svo í næsta/u. Þannig hætta flestir ekkert í alvörunni saman; hætta bara að búa saman og sofa saman (að mestu) en af því að fyrrverandi byrjar sennilega með besta vininum fljótlega þá er ekkert hægt að vera með einhver leiðindi...jahhá!
..sennilega er samt kaffið mitt of sterkt í dag :/ ... oh well
Já, vér og okkars erum náttlega búin að þróa þetta skrefinu lengra. Og Hringkvæni er gott orð... en ég er ekki viss um að heimurinn sé almennt tilbúinn fyrir þá þróun... ;-)
Ég vil nú meina að hringkvæni í mýflugumynd (þar sem lítið var um sambúðir eða langtímasambönd í þá daga) hafi verið stundað í Menntaskólanum hérna í gamladaga í ákveðnum vinahópi...
Svandís
Skrifa ummæli