2.5.05

Jahérnahér!

Alheimurinn heyrði greinilega kvört mín. Fyrst barst mér af himnum ofan far til Hafnarfjarðar, svo þegar ég er komin heim, kveiki á tölvunni og ætla að fara að gera eitthvað af viti, hvað sé ég nema inernet! Tölvan mín tengd einhverju þráðlausu sem hég hef ekki grun um hvaðan kemur. Mikið skemmtilegur uppbótarbónus frá Karmanu.

Jeij!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með karmíska uppsveiflu.

Mér sýnist þú eiga tvo möguleika í stöðunni varðandi þráðlausu nettenginguna:

Annars vegar getur þú litið svo á að internetið sé gjöf til þín frá almættinu sem beri að nota sparlega og þakka í hljóði.

Hins vegar má segja að nágranni þinn sem er svo mikill kjáni að skilja eftir opna nettengingu eigi ekkert gott skilið og það sé rétt að fara hamförum í niðurhali á alls kyns vitleysu og ósóma. Það er langt þangað til hann kemst að því að eitthvað gruggugt sé á seiði (í fyrsta lagi þegar næsti reikningur kemur) og varla fræðilegur möguleiki að rekja lekann til þín.

Kostirnir tveir hafa reyndar mjög ólík áhrif á karmíska inneign - nú reynir því á þinn innri mann...

Sigga Lára sagði...

Ég held soldið uppá karmað mitt. Enda er þetta nú frekar lasið internet sem dettur oft út, þannig að ég efast um að það sé brúklegt til dánlóds.

Nafnlaus sagði...

Karma-karma-karmakarma-karma-karma-kamarinn. Er kominn undir hamarinn......

Nafnlaus sagði...

Sorrý, gelymdi að kvitta

Nafnlaus sagði...

Í Hafnarfjörð já, er bíllinn kominn á svæðið með hurð.
Hugrún