Nú skal íbúðin mín á sölu. Helst í þessari viku. Það er víst ekki eftir neinu að bíða, hún á ekkert eftir að teygjast upp í að rúma 3 manns. Það er bara þannig. Þá þarf ég reyndar líklega einhvern tíma að taka til og mynda. Skrattans vesen.
En ég held nú sé rétti tíminn til að grípa til aðgerða við ýmislegt, þar sem draumfarir mínar þessa dagana eru einkar hagstæðar. Ég get nefnilega allt, þessar næturnar. Í nótt spilaði ég til dæmis ljómandi vel á kontrabassa í hljómsveit, þó ég hafi ekki alveg haft á hreinu á hvorri öxlinni hann ætti að vera, til að byrja með, og væri með tvenna vettlinga.
Þetta ræð ég svo að nú sé hagstæður tími til íbúðasölu og annarrar fjáröflunar í lífinu. Enda skuldastaðan orðin... ja svona eins og hún er stundum, á milli þess sem ég nenni einhverju sem ég fæ borgað fyrir.
Jammjamm.
3.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli