23.5.05

Þjónustan!

Jahám. Enn einu sinni hefur mér tekist að vanmeta þjónustusamfélgið sem ég bý í. Ég hélt maður þyrfti að fara með íbúðina sína á sölu. (Eða, semsagt, allavega fara á fasteignasöluna, eitthvað.) En, nei, fasteignasalan kemur til manns. Og það samdægurs. Sem þýðir að ég þarf að hlaupa heim eftir vinnu og gera allt eins og perrinn og hexið sem voru í sjónvarpinu í gær séu nýbúin að koma í heimsókn. Sjitt.

Fasteignasalan kemur nefnilega með alla pappíra til að fylla út, söluverðmætismetur, tekur myndir og gerir bara allt. Svo sé ég fram á martraðarkennt ástand hreinlætis næstu mánuði á meðan einhver gæti huxanlega komið að skoða. Sjittsjitt.

En gott verður að losna við afborganirnar og fá að borga bara einhverja lúsarleigu í staðinn. Það var nefnilega alveg eins og ég hélt. Það er bara vesen að eiga dót.

Ætli ég gæti gabbað skattstofuna til að koma heim til mín og gera fyrir mig blaðið sem vantar í framtalið mitt? Hmmm?

1 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Neibb, það verð ég ekki hrædd þegar. Og ég nenni ekki að hafa áhyggjur af neinu sem tengist eignum eða péningum. Svo framarlega sem ég á sæmilega í mig og á er mér hjartanlega sama hvort einhver er að græða á mér.
Þannig að ég passa mig ekki á nokkrum sköpuðum hlut, ef fasteignahaukarnir losa mig við greiðslubyrðina mega þeir dollarast eins og þeim sýnist.
Alveg er mér sama.