1.6.05

JÚNÍÍÍÍÍ!

Og tölvan mín í vinnunni föst í einhverju þróunarstarfi og endurhæfingu og því lítið um blogg í gær.

Og vitiði hvað? Það eru engin bárujárnshús við Bergþórugötu. Reynar er eitt og eitt nýlega bárujárnsklætt hús, en ég leyfi mér að stórefast um að það hafi verið það þegar utanríkisráðherra þykist hafa verið að bera inn fyrstu mubblurnar sínar, eins og segir í laginu. Hins vegar eru bárujárnshjallar hver um annan þveran við Njálsgötuna. En:

Í bárujárnshús við Njahahálsgötuna...

Stuðlar engan veginn.

Því þykir mér sýnt að þarna hafi nú utanríkisráðherra hagrætt sannleikanum örlítið. Þó finnst mér bragfræði náttúrulega vera ein besta ástæða sem maður getur fundið fyrir því að kríta örlítið liðugt.

Þetta var vangavelta daxins um ósannsögli ráðamanna...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var reyndar bárujárnshús við Bergþórugötuna einu sinni en það síðasta var rifið í borgarstjóratíð núverandi utanríkisráðherra.
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, kveðja Silla.

Sigga Lára sagði...

Silla! Skemmtilegt að sjá þig. Þið eruð einmitt á listanum yfir þá sem heimsóttir skulu þegar ég verð í langa fríinu Á Egilsstöðum í byrjun júlí.

Nafnlaus sagði...

hvaðahvaðahvaða... ég vil benda á að Barnaheimilið Ós stendur gult og hnarreist við Bergþórugötuna og er með eldgömlu bárujárni utan á sér.
Mér þykir líklegt í meiralagi að ráðherrann hafi búið á barnaheimi.

huld ós.

Gadfly sagði...

Ef það er lygi þá er hún í hópi þeirra lyga sem ég mun fúslega fyrirgefa honum. Það er víst af nógu að taka ef ég kemst einhverntíma í þá aðstöðu að fá að flengja lygasýkina úr Davíð.