21.7.05

Meiri gervivísindi

Samkvæmt kínverskri stjörnuspeki er ég tígrisdýr. Mér hefur alltaf þótt það kúlsta stjörnumerkið, utan dreka. En, þú hefur komið í ljós sú skemmtilega staðreynd að mánaðarstjörnumekið mitt er einmitt dreki, allavega í Japan. Rannsóknarskipið er ekki eins heppið, hann er svín og rotta. Nánar tiltekið vatnsrotta.

Ég fór að fletta upp á elementisma afkomandans og komst að því að hann verður trúlega tréhani. Sem þýðir að hann verður sérvitur, á til að móðga fólk með því að vera hreinskilinn og þetta veit ég að Rannsóknarskipinu þykja miklar fréttir og góðar:

They love bookshops with strong espresso and offbeat music groups, particularly modern jazz or chamber work.

Tilviljun? Algjörlega!
Og svo kemur hann til með að geta talað út í hið óendanlega. Semsagt ákveðin blanda af eiginleikum foreldranna, myndi ég segja.

3 ummæli:

Ásta sagði...

Hey - að vera vatnsrotta er ekkert til að skammast sín fyrir!


(*snökt*)

Siggadis sagði...

Algerlega sammála! Vatnsrottur eru töff!

Varríus sagði...

Vatnsrottur? Eru það ekki e-k sjávarspendýr? Eða kannski ferskvatns?