15.8.05

Heimsendir?

Í framhaldi af þessum pistli var mér nokkuð skemmt yfir Dateline í gær. Þar komu fram tveir spekingar sem þóttust nú heldur betur hafa lesið í táknin og voru með það algjörlega á hreinu að við værum á síðustu metrunum í heimsendi. Og ekki nóg með það, heldur væru allir sem ekki tryðu því á nákvæmilega sama hátt og þeir á hraðri leið beint til Helvítis.

Það setti þó ekki að mér almennilegt fliss fyrr en í lok þáttar þegar þeir félagar fóru að mæðast yfir því að vera gjarnan settir í flokk með rugludöllum eins og öðrum heimsendaspámönnum...

2 ummæli:

Ásta sagði...

Mér finnst heimsendir stórskemmtilegt fyrirbæri (sbr. titill á bloggi mínu) og þá sérstaklega allar þær geðveilur mannanna sem spretta upp í kringum hann. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að örvænta ekki fyrr en ég veit fyrir víst að loftsteinn á stærð við tunglið sé á leið hingað (og jafnvel það væri bara hressandi.)

Berglind Rós sagði...

Híhí, þetta var alveg stórkostlegur þáttur. Þessir menn eru náttúrulega bara stórsnjallir bissnessmenn, ég stórefa að þeir trúi sjálfir orði af því sem þeir segja :-Þ