30.8.05

Já, og annað...

Frétti um daginn að menntaðir sálfræðingar mættu víst ekki gantast með sjúkdómsheiti eins og Asperger-heilkenni á bloggum sínum, vildu þeir komast hjá samsætum með siðanefnd einkamála. Þetta þykir mér alveg hreint stórkostlegt. Sem fræðingur má maður sem sagt ekki fíflast með fræðiorð á sínu sviði.

Ég ætla að kanna þetta mál um leið og mér dettur eitthvað fyndið í hug varðandi póststrúktúralisma...

3 ummæli:

Ásta sagði...

Ja ef það væri nú eitthvað fyndið við póststrúktúralisma...

Freudismi er aftur á móti bráðskondinn og hætt við að þú mættir klæmast eins og þú vildir með hann.

Nafnlaus sagði...

Bíddu nú aðeins. Hvað er EKKI fyndið við póststrúktúralisma?

Berglind Rós sagði...

Ja hérna, ég kæri ykkur barasta öll til siðanefndar bókmenntafræðinga! Og tölvunarfræðinga líka held ég bara, fyrst þetta er nú á internetinu og svona. Held það þyrfti líka bara að fara að skella því í hreinsun, möskvarnir eru orðnir agalega eitthvað útbíaðir og krumpaðir.