Jarðaði eignaskiptasamningskjaftæðið í dag. Með því að vinna vinnu keeellingart***unnar sem ég var búin að borga mörghundruðþúsund í söluþóknun fyrir að sjá um þessi mál. Eignaskiptasamningur er semsagt bara víst til, fullgildur og þinglýstur hjá sýslumanni, og var síðast brúkaður við eigendaskipti sömu eignar í október síðastliðnum. (Merkilegt nokk.) Er búin að fá af honum nýtt og betra afrit, auk þess sem ég er búin að prenta út lög um eignaskiptayfirlýsingar og hælæta þær greinar sem við eiga, og þessu ætla ég að fleygja í höfuð kvendisins illræmda við afhendingu afsals í september ásamt með reiðilestri um pakk sem veldur vanfærum konum óþarfa áhyggjum með því að nenna ekki að vinna vinnuna sína.
Nú er ég hins vegar orðin svo vel að mér að næsta skref er líklega að drífa sig í að fá löggildingu sem fasteignasali. Gæti kannski komið sér vel, þó ekki væri nema til að sjá sjálfur um sín fasteignakaup í framtíðinni.
Svo verð ég að skella fram einum fordómi. Hér eftir ætla ég bara að treysta kallkyns fasteignasölum fyrir mínum málum. Þeir eru kannski líklegri til að svindla á manni, en mér finnst þeir alltaf hljóma eins og þeir viti betur hvað þeir eru að gera heldur en kjeeeellingar. Og hafiði það bara.
12.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ætti ég að skrifa um tónlistarskólahryðjuverkin eða bíða eftir pistlinum þínum? Held ég bíði eftir þínum, þú ert fyndnari með skoðanir, betri málefnapenni.
Djöfull er ég sammála þér. Þoli ekki vanhæft starfsfólk sem maður NEYÐIST til að skipta við og enn síður séu það kjeeeeelingar! Mér finnst svo lamað eitthvað að sjá mislukkun míns eigins kyns. Af því að ég VEIT að kallar eru mislukkaðir og þá er svo erfitt að horfast í augu við það að konur séu það líka....
Látiðiggisonastelpur!
Hér er að mínu mati einn mesti vandi jafnréttisbaráttu kvenna í hnotskurn. Stór hluti kvenna virðist líta svo á að gallar annarra kvenna segi eitthvað um þær sjálfar vegna þess að þær eru af sama kyni!!! Hversvegna í ósköpunum ???
Ef ég hitti karl sem er heimskur, óhæfur í starfi eða bara leiðinlegur)lít ég svo á það sé hans sök en ekki mín og þaðan af síður alhæfi ég um aðra karla út frá þessum eina.
Kommon, stelpur!
Hmmm. Þetta með "mitt ástand" var að sjálfsögðu kaldhæðni, Hjalti minn, og hafirðu í eitt augnablik haldið annað þekkirðu mig nú illa.
Og, Hörður, ég þarf greinilega einhvern tíma að skrifa langhund um "hina kvenlegu minniháttarkennd" sem ég vil meina að hrjái meirihluta kvenna, þó að sjálfsögðu undanskilji ég sjálfa mig, frú Ringsted og nokkrar aðrar. Þessi kvilli er reyndar á hröðu undanhaldi og hrjáði kynslóð móður minnar miklu meira en mína, en virðist samt enn þvælast fyrir sumum. En ég er ekki viss um að það sé hægt að bera þetta saman við "karllega kvilla", ef þeir eru þá til, þar sem þar er enginn einn svona yfirþyrmandi áberandi.
En á þessu er full þörf að vekja athygli þar sem hin kvenlega minniháttarkennd er það sem stendur kvenréttindabaráttu helst fyrir þrifum í dag.
Skrifa ummæli