12.8.05

Miðbær smiðbær?

Nú er ég orðin svo lánsöm að búa við Tryggvagötu og vinna efst á Laugavegi. Þarf þar með að ganga miðbæinn endilangan á leið í og úr vinnunni. Á leiðinni í vinnuna er ævinlega mjög gaman. Túristar ráða ríkjum og helv... pakkið frá Amnesty er ekki komið á kreik.

(Sem er farið að iðka þá viðbjóðslegur sölutækni að bögga mann úti á götu, stundum einum 4-5 sinnum á leið niður Laugaveginn, sem er orðið þess valdandi að ég ætla ALDREI að styrkja þau samtök aftu, en það er nú önnur saga.)

Allavega, á ráfi mínu í morgun myndaðist mér skoðun um miðbæjarskipulag. Ég er á móti því. Þ.e.a.s, ég er á móti því að ríkja eigi í miðbænum (eða miðbæjum almennt) neins konar skipulag. Öll umræða um götumyndir og heildarsvip eru mesti hálfvitaskapur. Þetta hefur víða verið rætt um og reynt. En staðreyndin er sú að það þrífst ekkert mannlíf í symmetrísku og geldu umhverfi þannig að það er mesta fásinna að eyða peningum borgarinnar í það.

Mér finnst miðbærinn eiga að vera eins og hann er. Ósamstæður eins og hann hefur vaxið þarna sjálfur, með gömlum húsum og nýjum, ljótum og flottum og öllu þar á milli í haug. Og ég held hann verði líka alltaf þannig, sama hvað menn reyna. Ég held að þó menn rífi öll þessi hús sem þeir eru búnir að tala um breyti það engu. Götumyndin verður ekkert symmetrískari eftir heldur en áður þar sem það sem eftir stendur er ekkert minna í stíl hvert við annað. Né heldur það sem kemur í staðinn. Miðbæir mótast af mannlífinu og það er í eðli sínu úr öllum áttum.

Þannig að ég held að borgaryfirvöld ættu að eyða orkunni í eitthvað gáfulegra heldur en að vera að missa svefn yfir málum sem hvorki þarf né hægt er að breyta.

(Næst þegar ég væ skoðanaveiki tjái ég mig um tónlistarskólavitleysuna.)

Engin ummæli: