Í dag eru liðin nákvæmilega 60 ár af tilvist móður minnar. Í tilefni daxins er hún í felum einhvers staðar á Vestfjörðum, síðast þegar af fréttist meira að segja utan símasambands á Hornströndum. Þar valhoppar hún um fjöll og móa með föður mínum, lítt minna öldruðum, og unir sér eflaust mun betur en hún hefði gert í einhverju eldhúsi við tertuframreiðslu og uppáhellingar.
Þegar ég verð stór ætla ég að verða alveg eins og hún, nema hvað ég ætla að skúra minna, ver og sjaldnar, og ekki nenna að eiga nein blóm nema úr plasti.
Til hamingju með afmælið mamma mín. Veit reyndar að ég tala örugglega við þig offft áður en þú hittir internetið næst.
11.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli