16.8.05

Úr kassanum

Horfði á tveggja hluta kanadíska mynd um Hitler á RÚV um daginn. Svona þegar maður var búinn að komast yfir skrýtnið með að Hitler talaði ensku, reyndist þetta ágætis mynd, að mörgu leyti. Tvennt hryllti mig.

a) Hef aldrei tekið eftir hvað Robert Carlyle er líkur Hitleri.
b) Ræða Hitlers, þegar Nasistaflokkurinn var búinn að ná völdum, um að til þess að vernda borgara fyrir erlendum hryðjuverkamönnum (og innlendum með ákveðin trúarbrögð) væri nauðsynlegt að skerða mannréttindi. Óþægilega samhljóma Bush og Blair.

Og hvað er þetta líka með Hitler? Mér finnst ekki vera þverfótandi núna fyrir myndum um hann. Er hann í tísku? Veit það á gott?

Úffpúff.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heyrðu!!! Ég tók einmitt eftir þessu sama!! Orðalagið var meira að segja meint úr munni Bush á tímabili!! Fannst það merkilegt en þó enn fremur óhuggulegt!
Og hættu að gremjast. Fólk er bara öfundsjúkt af því að þú ert í öfundsverðum sporum!!! Ung, glæsileg, vel gefin, ástfangin upp fyrir haus..(vona ég) og með ungann á leiðinni! Ég myndi öfunda þig ef ég væri ekki búin að þessu sjálf. (og svona oft)
þá er ég bara að tala um börnin. Auðvitað öfunda ég þig af öllu hinu!!
Mér finnst þú eigir bara að skrifa um nákvæmlega það sem er að gerast í þínu lífi og þér finnst merkilegast. Ég hef allavega miklu meria gaman af að lesa um ÞIG ´heldur en að lesa bloggsíður fólks sem skrifar einungis um hvað því FINNST. Auðvitað getur þetta allt farið saman og þannig hefur það verið hjá þér. Þú er bara sæt. Og stefnir í að vera enn sætari. Líf þitt er að verða eins og endirinn í góðri ástarsögu. Þær enda vel og söguhetjan situr uppi sem sigurvegari sem hefur öðlast allt sem skipti máli. Þannig sé ég þig. Til hamingju með það.
Vertu glöð mín elskulega.
Kem í kaffi til þín fljótlega.
Ylfa

Sigga Lára sagði...

Jiii, hvað allir eru sætir í dag. Maður kemst nú bara alla leiðina við. Reyndar raxt ég nú á mann í gær sem er nokkuð reglulegur lesandi, held ég, en tilvist Kafbáts hafði nú samt farið fram hjá honum. Sem færði mér eiginlega heim sanninn um að ég væri nú sennilega ekkert að ganga frá fólki með obbseesjón.
En því pirraðri varð ég út í umkvörtunarraddir...
Svona er þetta. Það er víst aldrei hægt að gera öllum heiminum til geðs í einu og líklega réttast að vera ekki að reyna það.

Hlakka mikinn til að fá þig í hnausþykkt og staðið bandalaxkaffi sem fyrst, Ylfa mín.