Hef heyrt því fleygt að menn séu farnir að sakna mín úr mannlífinu. En allt í einu er bara... galið að gera, eiginlega. Er að reyna að klára leikrit, og að þýða allan heiminn á daglegum basís, og það er soldið mikið að gera í vinnunni, og leikfélaginu, og heimilinu. Auk þess sem ég þarf alveg yfir meðallagi af stundum til svefns og næringar og líkamsræktar þessa dagana. Þannig að félaxlíf er hreinlega útundan og ég get eiginlega ekki lofað neinum breytingum þar á í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þannig að, ef menn vilja hitta mig eitthvað, er besta sóknarfæri að hreinlega vera í leikfélaginu mínu. Annars verður bara að láta bloggið duga. Eða hafa samband eftir... svona... ég veit ekki hvenær.
Annars er ég aðallega að velta fyrir mér hvort ég nenni að gefa mér tíma til að klippa á mér táneglurnar á meðan ég næ ennþá til þess...
20.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Blessuð láttu bara Árna klippa á þér táneglurnar vegna þess að þú átt eftir að líta svona út: http://www.simnet.is/ylfamist/myndaalbum/nyburi/images/DSC00468_jpg.jpg
Þetta var greinilega strákur :-)
Svo einn daginn lendir maður í því að þurfa LÍKA að yfirgefa leikfélagið. Ég hef sett Snúð og Snældu á target listan hjá mér...
Já? Nei, andsk. Á Snúðs og Snældu-aldrinum hef ég huxað mér að snúa mér alfarið að briddsi og bjór. ;-)
Múúhoohaahaa...
Safnaðu tánöglum þangað til að barnið fæðist (á spítala helst) og biddu ljósmóðurina að klippa þær... Segðu henni að skola af skærumum áður en hún klippir svo strenginn.
He,he. Það væri fyndið að spurja hana hvort þetta væru fag-skæri eða föndurskæri...
Láttu bara karlinn klippa þær!
Hvernig var aftur setningin úr leikritinu hennar Tótu? (Eða var hún tilvísun í e-ð sem gerðist í leikriti eftir hana?)
„Talandi um naga táneglurnar á ömmu sinni...“
Eða eitthvað!
...á mömmu sinni... sem er snilldarsetning sem gefur mér enn eina hugmynd að lausn vandans...
Let's just wait for
the yellow submarine...
syngur hin verðandi móðir
útafliggjandi
meðan táneglurnar spretta hægt
upp fyrir sjóndeildarhring
... eða með orðum Túpílakanna:
„Humm humm, ég humma þá fer
og humma það fram af mér“
Annar var ég að átta mig á því um leið og ég hóf þetta komment, að það yrði nú soldið sætt ef kafbátur litli fengi guluna við fæðingu.
Skrifa ummæli