22.9.05

Það var...frí!

Sumt er svakalega gott og gerist allt of sjaldan. Í gærkvöldi brá svo við að litla Hamarshússfjölskyldan var öll heima hjá sér. Enginn var í heimsókn eða láni neins staðar, enginn á leikæfingu eða fundi, enginn þurfti að vera inni í skáp að þýða, og allir gátu legið saman í makindum og horft á Americas next Top Model í sjónvarpinu. (Sem eru einmitt þættir sem njóta mikillar hylli alls flotans.) Telst þessi viðburður til nokkurra tíðinda, þar sem þetta gerist næstum aldrei.

Enda var þetta aðeins stundarfriður, húsbóndinn þarf á æfingu í kvöld og húsfrúinn verður í skápnum að umskrifa íslenska drauga í ýlandi dræsur. Allir skemmta sér vitaskuldir konunglega, en hitt er óskaplega notalegt, svona nokkrum sinnum á ári.

Og ætlunin er að hafa saltað folald í kvöldmatinn.
(Svo ég geri eins og Ylfa og rapporteri af heimilishaldi.)

Uppskrift:
1 kjet í pott, sýðst í um klukkutíma.
x margar kartöflur í annan pott, sjóðist í um hálftíma.
Á borð leggist, ásamt fyrrtöldu og græjum til átu, smjer og vatn.

Það eru mér nánast trúarbrögð að drekka bara vatn með söltuðu kjöti eður fiski. Eða eins og hún Berglind sagði... (Hér skiptum við yfir í örleiksform.)

(Sviðið er heimili okkar á Laugarnesveginum í kringum 1996. Það er sprengidagur og því saltkjötsogbaunaveisla fyrir fjölda manns. Menn eru að setjast til borðs.)

Gestur: Eigiði ekki kók með þessu?

Berglind: Kók? Þú vilt kannski tómatsósu líka?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki fær hann Halli minn að horfa á Ameríkas next toppless whatever...
Hann á þessa fínu konu hér heima og getur fullvel sætt sig við að horfa á hana! Og hana nú!
En folaldið líst mér vel á og ég segi það enn og aftur Sigga mín.. Þú ert að breeeeeyyyyytast.....í mig. Múahahahahahah!!!!!

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Það finnst mér nú alls ekki leiðum að breytast í. Hef samt enn áhyggjur af þessu með pönnukökurnar...
Hef ekki enn hafið einu sinni tilraunastarfsemi...

Berglind Rós sagði...

Það er nú soltið skenntilett að þá örsjaldan ég segi eitthvað sem einhverjum finnst fyndið þá er það haft í manna minnum í áraraðir :-Þ

Sigga Lára sagði...

Isss, þetta sem fólk man eru nú bara brotabrot. Hefurðu virkilega ekki tekið eftir hvað þú ert spaugsöm, stúlka?

fangor sagði...

já, þau eru ófá gullkornin sem hrotið hafa af vörum berglindar.

Gadfly sagði...

Klukk