21.9.05

Sögur...

Læf útgáfan af þessari sögu hjá honum Birni M sannfærði mig endanlega um að bráðnauðsynlegt væri fyrir okkur hjón að fara á foreldrunarnámskeið. Þó ekki væri nema fyrir hvað þetta virðist vera absúrd upplifun.

Og í öðrum óspurðum fréttum, ég þverbraut eina lífsregluna mína um daginn. Tvisvar í einu. Venjulega fjárfesti ég nefnilega ekki í tónlist nema mig sé búið að langa í hana í 10 ár. (Þá er hún reyndar oft horfin af markaði. Og sparnaður í því. Enda hlusta ég sjaldan á neitt.) En um daginn lenti ég á tilboði og keypti í einni ferð: Noruh Jones og Manu Chao. Sem mig var ekki búið að langa í nema 3 og 6 ár! Sama dag eignaðist ég reyndar líka tónlist, fyrir tilstilli Biblíufræðingsins, sem ég vissi ekki að mig langaði í. Já, tónlistin úr Túskildingsóperunni er snilld, enda var ég búin að ætla ÞVÍLÍKT að sjá hana um eða eftir jól í Þjóðleikhúsinu... Ef... semsagt... hægt verður. (Þýðing: Ef rassinn á mér mögulega kemst ofan í leikhússæti þá.)

Og svo er ég búin að velta málum fyrir mér, og hef komist að þeirri niðurstöðu að allt er yfirleitt sem sýnist. Og mér sýnist 40 year old virgin vera arfaleiðinleg mynd.

3 ummæli:

fangor sagði...

skemmtu þér vel á námskeiðinu....

Nafnlaus sagði...

Hef reyndar ekki séð þessa mynd en þori samt að fullyrða eftirfarandi:

40 year old virgin er ekki bara arfaleiðinleg mynd – það er arfaleiðinleg hugmynd.

Nafnlaus sagði...

Ég held bara að 40 ára gamlar virginíur hljóti að VERA leiðinlegar....