6.9.05

Í morgun

mætti systir mín hin kjaftforri snemma til vinnu, eins og lesa má á bloggi hennar. Í beinu framhaldi vakti hún mig lönnngu fyrir hádegi, í sumarfríinu. Hefði ég gert mér ljóst hvaða ófriður myndi fylgja þessu starfi, huxa ég að ég hefði nú borið mútur á Mikael Torfason á sínum tíma og bannað honum að ráða hana. Henni leiddist kannski á sálfræðistofnunum, en MÉR leiddist ekkert að hafa hana þar.

Allavega, er orðin margs vísari í sumarfríinu. Lærði til dæmis í dag að ef maður þvær sum ogguföt eftir ráðum móður sinnar (jájá, allt í lagi að setja þetta bara á 30...) þá breytast þau í oggupogguföt, verða pínulítil og hörð og myndu passa á Kafbát ef hann fæddist umþaðbil núna. Bót í máli að ég hefði aldrei nennt að troða unganum í föt sem þyrfti að handþvo.

Jæjah, manni er víst ekki til Z-nnar boðið. Bezt að halda áfram með þetta annríka sumarfrí. Einntveirogfimm!

Engin ummæli: