8.12.05

Amm

Fór þó aldrei svo að ekki yrði smá vesen. Lenti til fæðingarlæknis í dag og hann bannaði mér að vinna meir. Enda var ég næstum búin að eiga í gær og er um 105 ára af grinverk í dag með bauga niður af hnjám af svefnleysi. Ókei, það var kannski alveg kominn tími til. Ég er enn með andarteppu yfir fréttunum og held Bandalagið eigi örugglega eftir að örendast án mín. (Ekkert rökrétt hvað maður þykist alltaf vera ómissandi í vinnunni.) En, vill til að ég held að Ármann kunni alveg að ljósrita og selja jólasveinaskegg jafnvel og ég.

En það er svona. Ég NEYÐIST þá líklega bara til þess að SOFA fram að hádegi það sem eftir lifir AF ÞESSU ÁRI. Nema morguninn sem ég læt Árna keyra mig í Smáralindina svo við getum keypt allar jólagjafir þegar enginn annar er þar.

Dommmmmmaaaage...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já við erum bara á svipuðum stað í lífinu fram að áramótum... Já nema hvað ég er ekki óléttur með grindaróþol og legsúrnun..

Farðu vel með þig gæskan!

fangor sagði...

jakk! af öllu held ég að þetta sé ógeðfelldasta orð sem ég heyrt í sambandi við barneignir. legsúrnun...*gubb*
þú heldur annars í þér gæska. ömurlegt að halda barnaafmæli á jólunum. miklu kúlla að fá aftur pakka á nýjárinu..

Spunkhildur sagði...

Kannski var fortíðardraugur jóla ekki að vitja nafns, heldur barns. Maður veit ekki...

Varríus sagði...

Annars er Móri ekkert svo galið nafn.

Móri Snær t.d.

Gadfly sagði...

Legsúrnun! Hvar lærðirðu þetta orð? Bðö!

Spunkhildur sagði...

Mér hefur alltaf þótt orðið leg-kaka viðbjóslegt. Legsúrnun er samt verra. Saman væri þetta súr lagterta...

Nafnlaus sagði...

Ekki myndi maður allavega kæra sig um að Hnallþórur þessa lands bæru fyrir mann lagköku með e-i í kaffinu.

Og þó. Það er náttúrulega til önnur og mun geðfelldari leið til að setja e í lagköku. Gæti haft aukaverkanir.