9.12.05

Seinnihluti pistils frá föstudegi:

Annars er ég farlama af grindverk. (Að brúka hitt orðið er algjörlega fyrir neðan mína virðingu, þó svo að mér finnist góð hugmynd hjá áðurnefndum Bibba að nota það í hljómsveitarnafn, eins og mig minnir að hann hafi ætlað.)

Ef ég hreyfi mig eru í boði þrenns konar viðbrögð:
- Æi...
- Áts!
- ANDSKOTANSDJÖFULL Í FÚLROTNANDI HELVÍTI!!!!

Elísabet mágkona er hjá okkur um helgina með annan son sinn. Ætlaði aldeilis með henni í leikhús í kvöld, en þurfti að hverfa frá því af áðurnefndum ástæðum og senda í staðinn Rannsóknarskip og barnungana með. Í staðinn er ég búin að æfa mig þvílíkt að liggja kjur, tala bæði eyrun af mömmu minni, og lengd þessarar færslu er að segja mér að huxanlega verði meira líf á þessu bloggi á næstunni en endranær.

Endalausar laggningar eru nefnilega mjög skrifhvetjandi. Kannski gerist meira að segja eitthvað af viti? Einþáttungar og klárun á þessum þremur hálfskrifuðu sem ég á einhvers staðar? Kannski maður ætti bara að segja: Húrra fyrir legsúrnuninni!...?

Já, nú held ég að Pollýanna sjálf megi fara að vara sig.

Engin ummæli: