6.12.05

Interestíng...

Þeir sem til þekkja vita að ég get verið alveg hund uppstökk. Finnist mér mér misboðið stekk ég upp á nef mér og ríf kjaft eins og ég fái borgað fyrir það. Undir venjulegum kringumstæðum heitir þetta hegðunarmynstur ýmist "frekja og kjaftforni" eða "að láta ekki vaða yfir sig", eftir því hver horfir og hvaðan.

Þessa mánuðina finnst mönnum hins vegar ástæða til að kenna hormónabúskap um geðvonskur mínar. Sem er skrítið. Þar sem lesendur hafa kannski tekið eftir því að ég hef verið seinþreyttari til kjaftforni undanfarið en í meðalári.

Þetta getur vissulega verið bæði kostur og galli. Annars vegar get ég kannski afsakað uppstekkjur með hormónum. Ef ég nenni ekki eftirfylgni við þær... það bara gerist aldrei. Á hinn bóginn gerir það almennan pirring ómarktækan, sem er náttlega óþolandi þar sem yfirleitt er nú einhver smásnefill af ástæðu fyrir geðvonskunni, einhvers staðar.

1 ummæli:

fangor sagði...

einkennilegt að ég skuli eiga við þessi sömu vandamál að stríða þessa dagana. og almennt álit að ástandi sé um að kenna. afþví að óléttar eiga að vera svo glaðar og hamingjusamar..? húmbúkk!