...afmælisdeginum hans Hjalta í gær. Virðist líka ætla að láta fæðingardag Báru systur, í dag, alveg vera. Held reyndar, í augnablikinu, að ég verði bara alvega pollróleg fram yfir áramót. Gæti heldur ekki nennt að vera vakandi nógu lengi til að eignast barn þó ég reyndi.
Vorkenni mikið öllum sem eru farnir að þurfa að vinna. Þ.e.a.s., svona eins og fólk. Við Rannsóknarskip erum reyndar eitthvað að þýða, svona á milli þess sem við sofum og stelumst í jólaafgangana. Smábátur er á Akureyri þannig að okkar sólarhringur snýr bara einhvernveginn.
Á áramótunum er planið að elda kengúru og éta með Hugrúnu syss, sem er víst munaðarlaus þetta árið. Að því gefnu að við verðum ekki á fæðingardeildinni. Sem er ekki planið. Annars fær víst fyrsta barn ársins allskonar dót... en ekki finnst mér nú líklegt að mín börn fari að hafa metnað í að verða fyrst í einhverju.
28.12.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Já, blessuð góða reyndu að láta þetta barn koma sem fyrsta barn, því ég veit (af biturri reynslu) að síðasta barnið fær ekki gefins einn bleyjupakka! grrr...
Nei, þú verður að halda í þér! ná Íslendingi nr. 300.000 í heiminn. Þá hlýtur þú að fá fullt að dóti! Fylgstu með þessu á: http://www.hagstofan.is/?PageID=1653. Mv. upplýsingarnar sem eru þar ætti þrjúhundruðþúsundasti íslendingurinn að detta inn ca. 21. janúar.
Og þá er bara að miða...
Já einmitt, Íslendingur nr 300.000 en það þarf nú dálítinn metnað í það. Annars getiði bara sent mér kengúrukjötið ef þið verðið á fæðingardeildinni
Er nokkur frumleiki í því að vera númer 300.000? Ég sé fyrir mér að Íslendingur nr. 299.999 muni t.d. eiga mun fleiri sénsa á að brydda upp á umræðuefnum um eigin fæðingu við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.
Skrifa ummæli