29.12.05

Hmmmmmm...

Kannski er eitthvað að gerast. Eða kannski er ég bara að finna fyrir eftirköstum matarsukks yfir fótboltanum í gær. Pizzur og kók eru auðvitað fæðutegundir Zatans, eins og allir vita. Blandað saman við beiskan ósigur minna manna fyrir mönnum allra annarra í partíinu, á heimavelli, er auðvitað ekki laust við að samsetningin geti valdið meltingartruflunum.

Fer allavega ekki baun að vekja Rannsóknarskip eða gera usla.

En, ágætis áminning um að 38 vikna meðgöngu ku eiga að vera náð á morgun, og það væri kannski ekki alveg óvitlaust að fara að leita að listanum yfir það sem maður á að setja í fæðingadeildartöskuna, sem enn er ímynduð. Annað en Kafbátsföt sem trúlega eru þegar orðin of lítil.

Það er bara ekki fræðilegur séns að ég nenni því eitthvað.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skemmtu þér bara vel þegar að því kemur. Það er aðalatriði.
Í töskuna góðu mæli ég með náttbuxum eða heimabuxum (mjög víðum en þó ekki risabumbuvíðum), slopp, brjóstapúðum til að girða fyrir lekann, INNISKÓM, góðu sjampói fyrir hina unaðslegu "á eftir" sturtu og ... klinki fyrir nammi og gosvélina. Allt mjööög praktíkst.

Spunkhildur sagði...

Og gleymdu ekki að hafa með þér Læknamafíuna eftir Auði Haralds. Sú sjálfshjálparbók getur komið bæði í veg fyrir fæðingarþunglyndi og þunglyndi almennt. Annars vona ég að kafbátur og annar skipakostur hafi það gott með þér um jólin. Bæjó Heiða Skúla.

fangor sagði...

taktu með þér tannbursta! þeir eru ekki til á deildinni nema stundum og ógeð að vera með mygluskánirnar á tönnunum eftir allt erfiðið. inniskór/ullarsokkar alveg hreint, ávexti/þrúgusykur til að halda orkunni í lagi, gos ef þú vilt slíkt því að sjálfsalar satans eru leiðinlegir við að eiga þegar maður er að eiga barn. slopp og föt til að taka barnið með heim í. þú getur fengið alklæðnað merktan þvottahúsum ríkisspítalanna til að væplast í um gangana, þ.á.m slopp en ef þér er annt um útlitið (vona að þú sért búin að fara í vaxið og allt það) geturðu druslast með einhvern óþarfa. sokkarnir eru nauðsyn, gólfin eru köld og sjúkrahússokkar handónýtir til hitaáhöldunar. mexíkanahatta þarftu að eiga ef vesen verður með brjóstagjöfina líka, taka þá með..

Litla Skvís sagði...

Ég vil bara minna á myndavél. Restin reddast.
Spítalarnir eiga föt, bæði á þig og krílið.
Jú, og góða inniskó :o)

Nafnlaus sagði...

Taktu líka með þér góðan slatta af auðmýkt og þakklæti til öryggis. Ef þú yrðir nú skorin þá er nefnilega engin "unaðssturta" á eftir öllu saman. Bara misvelviljaðir, undirborgaðir sjúkraliðar sem þvo þér með grófum þvottapoka... að ofan OG að neðan.

Ég mæli sterklega með því að þú kaupir líka eins og eitt lítið snuð og hafir það tilbúið, soðið í plastpoka. Sjúkrastofnanir hafa nefnilega tekið upp snuða-fasisma og telja snuð alls ekki heppileg á meðan verið er að ná tökum á brjóstagjöf. Málið er bara það að nýfædd börn hafa helv.. mikla og ákafa sogþörf svo að þrátt fyrir kröftug mótmæli starsfólks er ágætt að bjarga helaumum geirunum stund og stund með einu litlu snuði. MAM er fín tegund.
Svo ef allt er í klessu, þá er bara að lemja einhvern og kalla öllum illum nöfnum. Endilega nýttu þau forréttindi því að þetta eru einu skiptin á æfinni sem slíkt er fyrirgefið!!
(þú munt eiga um miðjan janúar)

Nafnlaus sagði...

bíddu..... ertu ólétt?