12.7.06

Frh.

Sídan segir að Matteratsjí hafi sagt eitthvað niðrandi um móður sína og systur. Matti segist hreint ekki hafa sagt neitt slíkt. Væri nú ekki aldeilis fyndið ef þetta væri alltsaman út af misheyrn?

Annars er ég ennþá hundveik, aðallega vinstra megin, og við erum að drukkna í viðbjóðslega leiðinlegum þýðingum á bílamáli sem við vitum ekki haus eða sporð í. Vonandi batnar allt á morgun.

Erum að fara á ættarmót á laugardaginn. Skilningur minn á tilgangi ættarmóta fer minnkandi. Sérstaklega þar sem ég væri alveg til í að vera á Eistnaflugi á Neskaupstað, þar sem m.a. spilar hin ofurhúsvíska paunksveit Innvortis. (Og mér finnst kúl að skrifa paunk með auji.) Og Rannsóknarskip langar að vera á golfmót.

Eftir þessa helgi ætla ég síðan að taka upp þá stefnu að vera sama um hverjir eru þremenningar við mig. Enda er það náttlega hálf þjóðin, að minnsta kosti.

2 ummæli:

Ásta sagði...

Ég á fullt þremmenningum út um allt - flesta á Snæfellsnesinu - og gæti ekki talið upp tíund þeirra þótt líf mitt lægi við. Er sennilega óættræknasta manneskja á landinu enda aldrei verið boðuð á ættarmót.

Nafnlaus sagði...

Ég fór á ættarmót 1989, 1991, 1994, 1996, 1997, 1999, 2x 2002, 2003, 2x 2004, 2005 og 2006. Það gerir 13 ættarmót á 17 árum (ef ég er ekki að gleyma neinu). Þar af 3 í ættum konunnar (við skrópuðum á það fjórða), öll hin 10 í mínum ættum. Og svo nokkur ættar-"kaffi" í sölum í bænum þar fyrir utan. Þó veit ég ekki til að ég sé af fleiri ættum en almennt gerist um einstaklinga. En einhverra hluta vegna virðist ættrækni talsvert í heiðri höfð í þeim öllum (sumir leggir með 5 ára reglu). Ég fæ stundum fullt af samúðarkveðjum og hughreystingum þegar ég segi frá þessu, en ég verð nú að segja að öll hafa þessi mót haft eitthvað við sig, sum jafnvel verið bara óborganlega skemmtileg.
Ætli séu til ættrækjuverðlaun? Ég myndi allavega gera tilkall til þeirra.