13.7.06

Sumarfrí?

Rannsóknarskip vann í alla nótt svo ég vaknaði með Freigátunni, aldrei slíku vant. Og þar sem mig hefur tilfinnanlega vantað tíma til að leika mér við internetið skelltum við okkur bara í kjallarann og erum að skemmta okkur yfir annarra manna bloggum. Sem eru reyndar ekki ógurlega lifandi, mörg hver, svona yfir hásumarið. Klukkan er níu og ekki hafa okkur enn borist nein verkefni, svo nú er bara að krossa putta og vona að við fáum kannski að sofa bæði næstu nótt.

Mér sýnist vera að bresta á með brakandi blíðu, allavega leit veðrið mjööög vel út klukkan átta. Hvergi ský og orðið nokkuð hlýtt. Okkur er að verða nokkuð batnað af þessari ömurlegu júlíflenst, nema við Freygáta erum enn með slatta af hor. (Og núna er hún komin úr sokknum sínum og er að borða hann. Kannski ekki skrítið að menn séu með hor þegar menn stunda svona sýklahernað á sjálfa sig.)

Sá útundan mér á einhverju bloggi að það er verið að æfa leikrit uppi í skógi og ég þarf þvílíkt að fara að gera skurk í leikritinu sem ég er að þykjast vera að skrifa fyrir Leikfélag Hérastubba. Og svo langar mig á tvo klassíska tónleika í vikunni. Ég fæ alltaf menningarsjokk þegar ég kem hingað. Þ.e.a.s., sjokk yfir hversu marga menningarviðburði sem auglýstir eru í daxkránni mig langar að sækja.)

3 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Hvað verðið þið lengi fyrir austan? Við feðgar verðum líklega eitthvað á ferðinni þarna í næstu viku, og hitterí væri ekki vitlaust.

Sigga Lára sagði...

Hitterí væri algjer snilld. Reyndar yfirgefur Smábáturinn okkur einhverntíma fyrripart vikunnar, en verið endilega í sambandi þegar þið verðið á svæðinu.

fangor sagði...

við siglum austur í dag, hittumst í 18 stiga hita og sól á morgun..