25.8.06

Föstudagur

Það er föstudagur og það er nú gott. Um helgina á að:

-Hafa saltfisk í laugardaxhádeginu, vegna þess að svoleiðis var alltaf heima hjá mömmu þegar ég var lítil.
-Hafa hrygg í sunnudaxhádeginu. Af því að það var alltaf einhvurslax kind í sunnudaxhádeginu hjá mömmu þegar ég var lítil. (Dreg samt mörkin við svið.)
-Við Smábátur ötlum í bíó að sjá Pirates of the Carabean. Hlökkum til.
-Rannsóknarskip ætlar í golf.
-Ég held við ætlum öll að skrifa smá í leikritin okkar.
-Freigátan ætlar að halda áfram að endurraða óperusafni föður síns, kúka tvisvar og hoppiróla smá.

Þetta verður nú bissí helgi.

Ég man þegar helgarlistarnir litu einhvernveginn svona út:

Fös-Lau
-Fara í ríkið.
-Panta pizzu
-Fara í partí
-Fara út að djamma.
-Borða þynnkuborgara.

Lau-Sun
-Endurtakist.

Og svona voru helgarprógrömmin árum saman.
Það er nú frekar merkilegt að maður skuli ekki hafa endað í ræsinu... eða orðið feitur.

5 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Maður verður annaðhvort feitur eða ræsisrotta. Feitar ræsisrottur eru fátíðar.

fangor sagði...

tjah, ég varð nú ekki formlega feit fyrr en ég hellti mér út í barneign..

fangor sagði...

sem þýðir væntanlega að ég verð að hella mér út í taumlaust sukk ætli ég að ná af mér kílóunum aftur *hux*
er ekki saga tilbúin til að passa..?

Ásta sagði...

Það þarf engar barneignir til - ég fór að sofa kl. 10 á föstudagskvöldi. Hræddi líftóruna úr sjálfri mér með þessu athæfi. Magga ömmusystir fór alltaf snemma að sofa á kvöldin. Og nú er hún dáin.

Sigga Lára sagði...

Enda fóru mínar helgar að sjálfsögðu ekki beina leið frá sukki yfir í barneignir. Í millinu komu nokkur ár af helgum sem voru yfirleitt tíðindalitlar utan leikæfinga.

Barneignir urðu mér heldur ekki til spiks. Breyta semsagt bara næstum engu. ;-)