28.8.06

Lífsháski

Eftir grimmilega árás geitungs á baðherberginu, og frækilegt framferði Rannsóknarskips við að ráða niðurlögum hans, ákváðum við Freigáta að eyða afmælisdegi hennar í IKEA. Heimilið er mörgum nytsamlegum þarfaþingum ríkara, en afmælisbarninu 7 mánaða var farið að leiðast þófið nokkuð, þrátt fyrir það nýnæmi að fá að aka í innkaupakerru. Það varð mjög gamalt á þessum tveimur tímum.

Allavega, í tilefni daxins eru myndir af dugnaði heimasætunnar. Nú kann hún að:


Raða klassísku diskunum hans pabba síns...


...og hjálpa mömmu sinni að prjóna.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Faglega að verki staðið.
Þarna fer greinilega handverkskona framtíðarinnar :)

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég hvernig blessað barnið fer að því, en ég get svo svarið að það verður krúttlegra með hverri myndatöku.

Knús á klakann.

Ásta sagði...

Arghh! Krútt-óverdós!

Berglind Rós sagði...

Jiminn einasti, maður segir nú alltaf að börn séu sæt en þetta er bara ótrúlegt, hún er algjört ofurkrútt! :-)

Nafnlaus sagði...

Tóró sagði allt það sem ég ætlaði að segja, svo bara knús og kram frá mér

Sigga Lára sagði...

Í dag er ég svo yfirkomin af vonsku alheimsins í garð barna, dýra og annarra sem minna mega sín að ég ætla bara að leyfa fallegu myndunum af Freigátunni minni að vera efstu færslu á blogginu þangað til á morgun. Veitir ekki af að hafa eitthvað fallegt á boðstólnum í þessum ljóta, vonda heimi.