9.8.06

Stríð

Ég á að þykjast vera orðin fullorðin. Hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum og hvaða bílaframleiðendur eru að gera tilraunir með metangas. Velta fyrir mér af einhverri alvöru hvernig veðrið verður á morgun. En stundum verð ég samt aldrei eldri en fimm ára.

Það er þegar er stríð. Þegar "nýjustu tölur" af mannfalli koma í fréttunum á hverju kvöldi, rétt á undan úrslitunum í Landsbankadeildinni. Þá sit ég bara með tárin í augunum og skil ekki hvað fólkið í útlöndum er að hugsa. Þá var líka verið að drepa börnin í Líbanon. Ég held það hafi nú ekki leyst neinn sérstakan vanda. Bara fækkað þeim. Valdið heilum haug af þjáningum. Og þegar verið er að drepa fólk "óvart", detta mér í hug lokalínurnar úr ljóði sem ég var að vinna með einhverntíma í barnaskóla, Slysaskot í Palestínu:

Fyrirgefðu, anginn minn,
ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

3 ummæli:

Nonni sagði...

Slysaskot í Palestínu

Lítil stúlka. Lítil stúlka.
Lítil svarteyg dökkhærð stúlka
liggur skotin.
Dimmrautt blóð í hrokknu hári.
Höfuðkúpan brotin.

Ég er Breti, dagsins djarfi
dáti, suður í Palestínu,
en er kvöldar klökkur, einn, kútur lítill, mömmu sveinn.

Mín synd er stór. Ó, systir mín.
Svarið get ég, feilskot var það.
Eins og hnífur hjartað skar það,
hjarta mitt, ó, systir mín,
fyrirgefðu, fyrirgefðu,
anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.

...
Kristján frá Djúpalæk

Nafnlaus sagði...

Úff.. eftir að hafa horft á fyndna myndbandið á Toggasíðu þá kom þetta mér þunglega niður á jörðina aftur. Sjálf er ég, fréttamaðurinn, í fréttabanni samkvæmt læknisráði en heyri samt af Líbanonmorðunum í útvarpinu. Nóg er það til að ég sofi ekki um nætur.
Hvað er að mannskepnunni?

Nafnlaus sagði...

Heimska! Hún er verri en nokkur sjúkdómur annar. Og útbreiddari. Og læknar geta ekkert gert.